Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Borgarstjóri í mótsögn við sjálfan sig enn og aftur.

Það verður að seigjast eins og er að nýjustu fréttir úr Ráðhúsi Reykjavíkur vekja furðu og reyndar finnst mér ráðning Jakobs Frímanns Magnússonar í hróplegu ósamræmi við fyrri yfirlýsingar borgarstjóra.  Eftir að hafa ´látið stór orð falla um nýtingu fjármuna sem væru skattpeningar borgaranna og að nú þurfi að sýna ráðdeild og sparnað ásamt því að koma í veg fyrir útþenslu stjórnkerfis borgarinnar þá kemur þessi ráðning í besta falli eins og blaut tuska framan í Reykvíkinga og reyndar alla landsmenn.  Ég hef reynt að vera stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem hefur reynt á þolrifin eins og þeir hafa hagað sér, geri mér grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að axla ábyrgð á ráðningu Jakobs.  Það er ekki hægt að víkja sér undan og benda bara á Ólaf, meirihlutinn allur ber hér ábyrgð.  Jakob Frímann hefur orð á sér fyrir að vera drífandi og duglegur ásamt því að koma vel fyrir sem er auðvitað jákvætt fyrir þennan meirihluta,þ.e. að fá hann til liðs við borgarstjórnarflokkinn og ekki síst Ólaf sem hefur verið vandræðalega einangraður hefur mér fundist.  Engu að síður er Ólafur borgarstjóri í hróplegri mótsögn við sjálfan sig með ráðningu á Jakobi og gera hann um leið að einum launahæsta starfsmanni Reykjavíkurborgar.  Vonandi verður Jakob gerður að almannatengli (í hlutastarfi)  fyrir meirihlutann því ekki hefur veitt af góðum PR-manni upp á síðkastið.  Það hlýtur að vera hægt að semja um það við Jakob án þess að til komi aukagreiðsla úr borgarsjóði. Klaufaskapnum verður að linna!
mbl.is Óánægja vegna launakjara Jakobs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bálreið Ingibjörg Sólrún á stöð 2

Eins og öllum ætti nú að vera kunnugt um þá var kosningaloforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar varðandi afnám og/eða breytingu á eftirlaunafrumvarpinu svokallaða í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.  Stöð 2 hefur verið að minna á kosningaloforð flokkana upp á síðkastið og m.a. spilað myndskeið þar sem Ingibjörg Sólrún lofar afnámi laganna og að það verði eitt af fyrstu verkum Samfylkingarinnar komist þeir til valda.  Um þetta var Ingibjörg spurð nú í fréttunum áðan og pirraðist kerlingin allsvakalega og svaraði fréttamanninum með skætingi.  Það er greinilegt að fréttamenn eiga ekki að spyrja óþægilegra spurninga þegar formaður Samfylkingarinnar á í hlut. Ég er stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar og þar með Ingibjargar Sólrúnar sem utanríkisráðherra en það fer í taugarnar á mér þegar ráðherrar og þingmenn geta ekki svarað fréttamönnum sem eru jú auðvitað bara að vinna vinnuna sína. Það skýtur líka svolítið skökku við að höfundur "UMRÆÐUSTJÓRNMÁLANNA" skuli helst ekki vera til umræðu um sín eigin kosningaloforð.

Einn trukkur = Níu þúsund fólksbílar....ef miðað er við slit!!

Í skriflegu svari samgönguráðherra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins kemur fra að ein ferð flutningabíls (trukks) slítur veginum álíka mikið og níu þúsund ferðir á venjulegum fólksbíl!!  Einnig kom fram að væri trukkurinn með tengivagn mætti aka fólksbílnum tólf þúsund ferðir og slíta veginum jafnmikið og í einni ferð trukksins.  Skv. svarinu má rekja þennan gríðarlega mun til þess að við ákveðin þyngdarmörk margfaldast áhrifin á burðarþol vegarins.  Einnig kemur fram að þetta geti þó verið eitthvað mismunandi eftir vegum og búnaði ökutækjanna.  Þetta svar hlýtur að kalla á fjölmargar spurningar og nú reynir á þingmanninn að fylgja fyrirspurninni eftir og fá nákvæmari útlistanir á þessu máli.  Gæti ein spurningin hljóðað eitthvað á þessa leið?; Þarf að leggja sérstakt gjald á þá trukka sem slíta vegunum mest?  eða ætti að minnka álögur á bíla eftir því hve mikið þeir slíta vegunum.  Það hlýtur að veikja málsstað "trukkabílstjóranna" að fá þessar upplýsingar upp á borðið akkúrat núna.

Er hagnaður bankanna raunverulegur eða sjónarspil?

Þessar afkomutölur bankanna eru hreint út sagt hálf furðulegar nú þegar orðið "kreppa" tröllríður öllu.  Bankakreppa, lausafjárkreppa og ég veit ekki hvað og hvað en síðan koma afkomutölur sem eru nánast þær sömu og fyrir einu ári þegar allt lék í lyndi skv. upplýsingum frá þeim sjálfum.  Ég verð bara að seigja eins og er að ég skil þetta ekki.
mbl.is 42 milljarðar í hagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17.400.000.000.--- hagnaður Landsbankans í kreppunni!

Ég segi nú ekki annað en það að gaman væri ef öllum gengi jafn vel.  Þetta er almennileg kreppa og vonandi að henni fari ekki að linna, eða hvað.
mbl.is Hagnaður Landsbanka 17,4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst rigningin góð, gróðrinum líka

Frábært hefur verið að fylgjast með gróðrinum undanfarna daga, eftir að byrjaði að rigna.  Rigningin ásamt þokkalegum lofthita hefur gert það að verkum að borgin hendir af sér gráa rykfrakkanum og klæðist hægt og bítandi sínum græna kufli.  Einnig gerir þetta hryðjuverkamönnum gróðursins erfiðara um vik, þeir geta ekki kveikt í sinu a.m.k. ekki á meðan rignir.  Þetta er væntanlega kærkomin hvíld hjá slökkviliðsmönnum og öðrum þeim sem umsjón hafa með gróðursvæðum og lent hafa í baráttu við sinuelda upp á síðkastið.  Rigningin er líklega aldrei kærkomnari en á þessum árstíma, fínt fyrir gróðurinn og ekki síður hreinsar hún loftið og fyllir af angan af vorinu.

Viðbjóðsleg kynferðisleg hegðan gagnvart eigin börnum.

Dag eftir dag birtast í fjölmiðlum hræðilegar fréttir af ofbeldismönnum sem nýta sér stöðu sína til þess að koma fram vilja sínum kynferðislega, gagnvart sínum nánustu þ.e. börnum sínum og þeim sem helst af öllu treysta viðkomandi.  Það skal strax taka fram að enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð.  Hitt er annað að það er skrítið hvernig ákveðnir fjölmiðlar gera upp á milli manna varðandi nafnbirtingar.  Undanfarna daga hafa borist fréttir af svona málum og í einu þeirra er birt stór mynd ásamt nafni ætlaðs geranda svo engum gæti dulist hver viðkomandi væri, í öðru tilfelli sem skv. fréttum virðist vera hræðilega gróft ofbeldi er ekki birt mynd og ekki nafn en talað um stöðu viðkomandi á vinnumarkaði.  Ekki skal tekin afstaða til þess hvort mynd og nafnbirting eiga rétt á sér en hitt er alveg ljóst að vafasamt hlýtur að vera að gera upp á milli manna.  Hræðilegt er til þess að hugsa að margir einstaklingar sem lenda í ofbeldi af þessu tagi ná sér aldrei til fulls enda lífsreynsla sem enginn ætti að þurfa að líða.
mbl.is Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LEIÐBEININGAR: Hvernig nota skal lyftu í húsum!!

Eftir að hafa fylgst með fólki umgangast og nota fólkslyftur í fjölbýlishúsum og opinberum stofnunum til dæmis stenst ég ekki mátið og tjái mig aðeins um lyftur og notkun þeirra.  .  Ég sjálfur hef notað lyftu til að komast á milli hæða allengi og ofbýður mér tillitsleysi og æðibunugangur fólks sem notar lyftur á Íslandi.  Fyrst ber að nefna að þegar komið er að lyftu þá blasa við í flestum tilfellum tveir takkar yfirleitt upplýstir ef þeir eru í notkun.  Flestir sem koma að lyftunum ráðast umsvifalaust á báða takkana og styðja á þá þéttingsfast og yfirleitt ekki einu sinni heldur djöflast á þeim fimm til tíu sinnum og jafnvel oftar.  Í flestum tilfellum er djöflast á báðum tökkunum án tillits til hvort ferðinni er heitið upp eða niður. Eftir að inn í lyftuna er komið upphefst brjáluð barátta um plássið næst dyrunum því helst vilja allir vera sem næst útgönguleiðinni.  Þá er komið að því að fjalla um fólkið þegar það ætlar inn í lyftuna sem er sérkapítuli út af fyrir sig.  Ef maður ætlar að komast út á þeirri hæð sem lyftan stoppar samkvæmt beiðni þar um þá er það hægara sagt en gert.  Í flestum tilfellum bíður það fólk sem inn í lyftuna ætlar beint fyrir framan lyftuna, alveg upp við hurðina og kostar það nánast slagsmál að komast út úr lyftunni vegna þess að fólkið sem bíður ryðst umsvifalaust inn í stað þess að bíða rólegt og hleypa þeim út sem þess óska og labba svo inn í rólegheitum eftir að fækkað hefur í lyftunni. Oft myndast því örtröð og troðningur akkúrat í lyftudyrunum öllum hlutaðeigandi til óþæginda og leiðinda.  Skora ég hér með á fólk sem notar lyftu að hugsa sig aðeins um næst þegar að lyftunni kemur og sýna öðrum lyftunotendum tillitssemi.

Mun ekki sakna Jens Lehmann......

Ég verð að viðurkenna að ég mun ekki sakna þess að þýski markvörðurinn muni hverfa á braut.  Hitt verð ég að viðurkenna líka að óbeit mín á honum hefur ekki bara með karakterinn að gera heldur reyndist hann mínu liði MAN UTD, oft erfiður.  Samt sem áður, leiðindagaur er að kveðja, farvel frans.
mbl.is Lehmann kvaddi stuðningsmenn Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband