LEIÐBEININGAR: Hvernig nota skal lyftu í húsum!!

Eftir að hafa fylgst með fólki umgangast og nota fólkslyftur í fjölbýlishúsum og opinberum stofnunum til dæmis stenst ég ekki mátið og tjái mig aðeins um lyftur og notkun þeirra.  .  Ég sjálfur hef notað lyftu til að komast á milli hæða allengi og ofbýður mér tillitsleysi og æðibunugangur fólks sem notar lyftur á Íslandi.  Fyrst ber að nefna að þegar komið er að lyftu þá blasa við í flestum tilfellum tveir takkar yfirleitt upplýstir ef þeir eru í notkun.  Flestir sem koma að lyftunum ráðast umsvifalaust á báða takkana og styðja á þá þéttingsfast og yfirleitt ekki einu sinni heldur djöflast á þeim fimm til tíu sinnum og jafnvel oftar.  Í flestum tilfellum er djöflast á báðum tökkunum án tillits til hvort ferðinni er heitið upp eða niður. Eftir að inn í lyftuna er komið upphefst brjáluð barátta um plássið næst dyrunum því helst vilja allir vera sem næst útgönguleiðinni.  Þá er komið að því að fjalla um fólkið þegar það ætlar inn í lyftuna sem er sérkapítuli út af fyrir sig.  Ef maður ætlar að komast út á þeirri hæð sem lyftan stoppar samkvæmt beiðni þar um þá er það hægara sagt en gert.  Í flestum tilfellum bíður það fólk sem inn í lyftuna ætlar beint fyrir framan lyftuna, alveg upp við hurðina og kostar það nánast slagsmál að komast út úr lyftunni vegna þess að fólkið sem bíður ryðst umsvifalaust inn í stað þess að bíða rólegt og hleypa þeim út sem þess óska og labba svo inn í rólegheitum eftir að fækkað hefur í lyftunni. Oft myndast því örtröð og troðningur akkúrat í lyftudyrunum öllum hlutaðeigandi til óþæginda og leiðinda.  Skora ég hér með á fólk sem notar lyftu að hugsa sig aðeins um næst þegar að lyftunni kemur og sýna öðrum lyftunotendum tillitssemi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband