Óttalega pólítísk viðbrögð

Óttalega eru þetta pólítísk viðbrögð hjá formanni Öryrkjabandalagsins, talar um að ríkisstjórn sem setið hefur í mánuð svíki kosningaloforð.  Af hverju heyrðist ekkert í formanninum í fjögur ár.  Svik á svik ofan, td. varðandi skjaldborgina frægu og síðan stanslausar skerðingar til handa öryrkjum en ekki heyrðist neitt frá Guðmundi Magnússyni þá.  Skyldi það vera vegna þess að HANS flokkar voru þá við stjórn landsins.  Frekar finnst mér þetta lágkúrulegt og bendi formanninum á að vera svolítið málefnalegri og reyna frekar að vinna með stjórnvöldum en á móti eins og hann ætlar sér greinilega að gera.  Er kannski kominn tími á nýjan formann öryrkjabandalagsins?
mbl.is „Þetta eru mikil vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef þú hefur ekki orðið var við gagnrýni formanns Öryrkjabandalagsins á seinustu ríksistjórn þá hefur þú alls ekki verið að fylgjast með. Þetta er hátíð miðað við þau orð sem hann hefur viðhaft um seinustu ríkisstjórn.

Hvaða upplýsingar hefur þú um það hvaða flokk Guðmundur Magnússon styður?

 Gleymum því ekki að það var loforð beggja stjórnarflokkanna að taka strax til baka skerðingarnar frá 2009. Meira að segja lofaði Vigdís Hauksdóttir því í kosningasjónvarpi að endurgreiða þessar skerðinar frá árinu 2009. Það að gera ekki meira en þetta núna eru því klár svik við stórt kosningaloforð.

Mig grunar reyndar að ástæða þess að ekki er gengið lengra núna sé sú að kjarasamningar eru lausir í september. Ef öllu er spilað út núna þá er minna sem stjórnvöld geta boðið stéttafélögum í þeim samningaviðræðum.

Sigurður M Grétarsson, 27.6.2013 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband