Viðbjóðsleg kynferðisleg hegðan gagnvart eigin börnum.

Dag eftir dag birtast í fjölmiðlum hræðilegar fréttir af ofbeldismönnum sem nýta sér stöðu sína til þess að koma fram vilja sínum kynferðislega, gagnvart sínum nánustu þ.e. börnum sínum og þeim sem helst af öllu treysta viðkomandi.  Það skal strax taka fram að enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð.  Hitt er annað að það er skrítið hvernig ákveðnir fjölmiðlar gera upp á milli manna varðandi nafnbirtingar.  Undanfarna daga hafa borist fréttir af svona málum og í einu þeirra er birt stór mynd ásamt nafni ætlaðs geranda svo engum gæti dulist hver viðkomandi væri, í öðru tilfelli sem skv. fréttum virðist vera hræðilega gróft ofbeldi er ekki birt mynd og ekki nafn en talað um stöðu viðkomandi á vinnumarkaði.  Ekki skal tekin afstaða til þess hvort mynd og nafnbirting eiga rétt á sér en hitt er alveg ljóst að vafasamt hlýtur að vera að gera upp á milli manna.  Hræðilegt er til þess að hugsa að margir einstaklingar sem lenda í ofbeldi af þessu tagi ná sér aldrei til fulls enda lífsreynsla sem enginn ætti að þurfa að líða.
mbl.is Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

einhver passar upp á hann á fréttastofunum. eða maður myndi ætla það. ekki hafa fjölmiðlarnir hikað við að nafngreina eða birta myndir eins nýleg dæmi sanna. núna er allt í einu allt lok og læs. þetta kallast tvískinnungur.

Fannar frá Rifi, 6.5.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband