Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vorið er komið og grundirnar gróa, 1.maí til hamingju

´Byrja á að óska hinum vinnandi stéttum til hamingju með daginn.  Mér er sagt að langt sé orðið síðan gangan hafi verið jafnfjölmenn í Reykjavík og hún var í dag.  Hverju skyldi hægt að þakka það? Væntanlega því að í dag skín sólin í logni og þokkalegum hita og fjölmargir eru hvort sem er í bænum á góðviðrisdögum sem þessum. Í stað þess að velta sér upp úr bölmóð verkalýðsforkólfanna og stjórnarandstöðunnar ættu landsmenn allir að líta sér nær, lesa erlendar fréttir og átta sig á því að flest höfum við það bara nokkuð gott.  Auðviitað misgott eins og alltaf hefur verið en engu að síður gott í góðu landi, njótum þess og hættum þessu helvítis væli sem einkennir alltof marga.Áfram Ísland.

 


Mesta pressan er á Rijkaard sjálfum, það veit hann eins og allir aðrir!!

Frank Rijkaard reynir auðvitað allt sem hann getur til þess að velta pressuni yfir á leikmenn MAN UTD fyrir leikinn í kvöld.  Allir sem fylgjast með vita að pressan er mest á honum sjálfum enda rekinn fyrir árangursleysi og agavandamál ef meistaradeildin vinnst ekki.  Það að reyna að taka Ronaldo á taugum er misheppnað því ef einhver hefur stáltaugar þá er það Ronaldo.  Þetta gæti orðið til þess að hann spilaði enn betur en ella.
mbl.is Frank Rijkaard: Pressa á Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgúlfur bjargar Hallargarðinum og húsinu

Gott og blessað að fólk finni sér og búi til áhugamál jafnvel þó þau séu algerlega tilgangslaus að því er virðist,(Hollvinir Hallargarðsins!)  Mín skoðun á þessum bletti í miðbænum sem Hallargarður nefnist og nánast alltaf er mannlaus nema þegar unglingar í vinnuskólanum setjast þar að á sumrin og tína arfa og slá annars illa hirtan grasflötin er sú að væntanlega bjargar Björgólfur Thor bæði húsinu og garðinum og sér til þess að margra ára niðurníðslu þessara mannvirkja muni ljúka.  Gaman verður að sjá þegar bæði hús og garður fá þá andlitslyftingu sem nauðsynleg er og mun vafalaust lífga upp á annars liflausan hluta miðbæjarins.  Við eigum að fagna þessu framtaki Thorsarans en ekki að byrja á að níða framtakið niður áður en það hefst.  Salan á Fríkirkjuvegi 11 er ein af ánæjulegri og skynsamari aðgerðum sem borgarstjórn hefur tekið lengi.
mbl.is Hollvinir funda um Hallargarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RONALDO sá besti aannað árið í röð!!

Engum ætti að koma þetta val á óvart en engu að síður ánægjulegt fyrir Ronaldo.  Að mínu mati er þetta líka viðurkenning fyrir strákana alla í liðinu og ekki síst fyrir FERGUSON enda hefur Ronaldo þroskast frábærlega undir leiðsögn hans.  Fabregas er einnig vel að sínu kjöri kominn.
mbl.is Ronaldo leikmaður ársins annað árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trukkari í leit að málstað og stuðningi

Ösköp virtist Sturla vera einmana í göngu sinni í dag frá húsi verslunarinnar niður á Austurvöll.  Virkaði á mig eins og maður án stuðnings og jafnvel án málefnis.  Reyndar finnst mér hugmyndin ekki slæm ,og ég held að af mótmælin hefðu byrjað í þessum dúr, bílstjórarnir hefðu fjölmennt í göngu án þess að trufla samborgarana og hefðu síðan ekið táknrænt flautandi í burt.  Atburðir síðustu daga hafa verið sorglegir og öllum þeim sem þátt tóku til minnkunar enda rúnir stuðningi almennings hafi hann einhver verið sem ég efast stórlega um.
mbl.is Sturla: Ég berst fyrir ykkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HAUKAR meistarar---HSÍ til skammar

Fylgdist með frekar bragðdaufum og tilþrifalitlum handboltaleik í sjónvarpinu í dag.  Þar áttust við lið Hauka sem voru orðnir íslandsmeistarar og lið Aftureldingar sem voru þegar fallnir niður um deild.  Eftir að hafa fylgst með úrslitakeppni körfuknattleiksmanna sem var að ljúka þá verður maður verulega hugsi.  Á þessum tveimur lokaköflum í sitthvorri íþróttagreininni sést glögglega hvernig á að gera íþróttir aðgengilegar , skemmtilegar og spennandi fyrir áhorfendur og leikmenn og svo aftur hvernig hægt er nánast að drepa niður allan áhuga á íþrótt sem þó er nánast þjóðaríþrótt okkar íslendinga.  Íslandsmótið í handbolta eins og það er spilað nú er forystu HSÍ til skammar og ef félögin undir forystu HSÍ gera ekki eitthvað til að breyta keppninni eru dökkir dagar framundan í íslenskum handknattleik.  Aftur á móti eiga Körfuknattleikssambandið og allir þeir sem að leikjum í Iceland express deildinni koma mikinn heiður skilið fyrir frábæra umgjörð um mótið í vetur ásamt því að Stöð 2 sport (SÝN) gerði sitt til að fullkomna gott mót og frábæra úrslitakeppni.  Hvílíkur reginmunur að sjá Haukana taka á móti sínum bikar í dag eða Keflvíkingana taka við sínum sigurlaunum í vikunni sem leið.  Það var alveg eins og svart og hvítt.  Að lokum þetta; HSÍ upp með sokkana, girðið ykkur í brók og gerum handboltanum jafn hátt undir höfði og hann á skilið.

ps. óska að sjálfsögðu Haukum og Keflvíkingum innilega til hamingju!!

 


Fríkirkjuvegur 11....Vinstri grænir enn og aftur á móti!!

Loksins þegar hillir undir það að eitt fallegasta hús borgarinnar fái það viðhald og útlit sem því ber þá ætla ákveðnir borgarfulltrúar að berjast á móti því.  Ástand hússins, útlit þess og umhverfi er til háborinnar skammar og reyndar ætti það að vera öllum borgarbúum tilhlökkunarefni að húsið fái nú eiganda sem annast mun um það með þeim hætti sem því ber.  Þrátt fyrir að gera þurfi smávægilegar breytingar á almenningsgarðinum til þess að uppfylla óskir kaupandans um 750 m2 leigulóð með húsinu þá vona ég að það verði til þess að allur garðurinn verði tekinn í gegn og fái það útlit og þá umhirðu sem honum ber.  Sala á Fríkirkjuvegi 11 á vafalaust eftir að verða miðbænum lyftistöng og nágrönnum öllum hvatning til þess að snyrta nú til hjá sér hvort sem um ræðir einkaaðila eða opinbera.  Ekki skemmir fyrir að kaupandinn sé af sama meiði og byggjandinn upphaflegi sem allt gerði af myndugleik og höfðingsskap á sínum tíma.  Skora ég hér með á Þorleif Gunnlaugsson og aðra afturhaldssinna að fagna með okkur hinum og bíða þess í ofvæni að breytingarnar hefjist og klárist svo húsið og umhverfi þess fái notið sín á ný.  Eitthvað væl um ægivald fjármagnsins á ekki við hér þó Þorleifur vinstri grænn vilji meina að svo sé.
mbl.is Fríkirkjuvegur 11 ekki seldur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sturlu trukkara treystandi??

Eftir að hafa orðið vitni að því er Sturla laug til um og sneri baki við eigin liðsmanni hlýtur maður að vera farinn að efast um trúverðugleika mannsins.  Í þessari frétt og víðar ber hann við álagi og spennu sem mér persónulega finnst heldur ódýr afsökun fyrir því að þekkja ekki vinnufélaga og einn nánast samstarfsmann í mótmælunum.  Þetta er farið að bitna á konu hans og börnum segir Sturla, vissulega er það ekki gott en gerir hann sér ekki grein fyrir því að þetta hefur bitnað á þúsundum samborgara Sturlu, þetta hefur bitnað á lögreglunni almennt við önnur skyldustörf, þetta hefur líka bitnað persónulega á nokkrum lögreglumönnum sem hafa slasast en samt, samt klykkir hann út með því að haldið verði áfram ólöglegum mótmælum.  Ekki virðist vera brjálað að gera í vinnunni hjá karlinum því ekki liggur honum neitt á að sækja bílinn, þó ekki væri nema til að láta meta skemmdirnar á honum og koma bílnum svo í vinnuhæft ástand.  Ég held að Sturla og hinir trukkararnir ættu að hætta að leika sjónvarpsstjörnur og fara að vinna eins og íslendingum sæmir.  Ekki má heldur gleyma því að samúð og stuðningur fólks er fokinn út í veður, vind og Rauðavatn.
mbl.is Íhuga að kæra lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli, lygar og trukkabílstjórinn

Var að hlusta á Bylgjuna síðdegis, vinsælasta útvarpsþáttinn skv. skoðanakönnunum eins og ég geri jafnan á þessum tíma dags, mér yfirleitt til mikillar skemmtunar og oft fróðleiks.  Í upphafi þáttar var kynnt skoðanakönnun/viðhorfskönnun sem gekk út á hvort fólki hefði hugnast mótmæli trukkarana og framkoma þeirra yfirleitt upp á síðkastið.  Skemmst er frá að seigja að tæp 70% þeirra sem þátt tóku voru á móti eða studdu ekki trukkarana í aðgerðum sínum.  Athyglisvert finnst mér en ekki óvænt.  Sturla nokkur Jónsson talsmaður´trukkabílstjóranna hefur verið býsna duglegur við að hnýta aftan við nánast öll viðtöl sem við hann hafa birst hefur hann sagt orðrétt "enda stendur þjóðin með okkur".  Hafi svo verið sem ég efast um þá er sá timi liðinn og reyndar held ég að Sturla sjálfur hafi misst allan trúverðugleik er hann varð uppvís að því að ljúga upp í opið geðið á fréttamanni og þar með þjóðinni er hann neitaði því að kannast nokkuð við mann þann er réðist á lögregluþjón við kirkjusand í gær.  Ágúst Fylkisson árásarmaðurinn sjálfur hefur nú beðist afsökunar á framferði sínu, þó með þeim fyrirvara að aðdragandi málsins hafi verið annar en komið hafi fram í fjölmiðlum og segist ætla að senda frá sér yfirlýsingu á morgun!!  Ég held að tími mótmæla trukkarana sé liðinn og í það minnsta ætti Sturla talsmaður að hafa vit á að seigja af sér því embætti sem fjölmiðlar hafa kallað talsmann.  Maður sem lýgur til þess að fegra hlutina eða réttara sagt afneita sínum eigin manni frammi fyrir alþjóð ætti að skammast sín og hlýtur það að vera lágmarkskrafa sem almenningur á rétt a er að að Sturla Jónsson biðjist opinberlega afsökunar en fari ekki í felur eða reyni að ljúga sig út úr þessu athæfi sínu.  Nú þegar almenningur stendur ekki við bakið á bílstjórunum sem ég efast reyndar um að hafi nokkurt tímann verið ættu trukkarabílstjórar að taka upp aðrar og skemmtilegri aðgerðir vilji þeir mótmæla áfram og skora ég nú á þá að birta opinberlega með rökstuðningi hverju verið er að mótmæla því þar er alls ekkert á hreinu og veit eiginlega enginn hverju verið er að mótmæla.  Það viðurkennist að sjálfsögðu að allir hafa rétt á að mótmæla en það er ekki sama hvernig það er gert.  Upp með hugmyndaflugið og mótmælið á jákvæðan hátt ef þið hafið einhverju að mótmæla.

ps.  Málarameistari hafði samband við mig og var að hugleiða hvort málarar ættu að taka sig saman og mótmæla því að málning og öll aðföng til málunar hefðu hækkað svo mikið í verði að til vandræða horfði og svo yrðu þeir að fara eftir vökulögunum þrátt fyrir eindæma tíð til málunar utanhúss.

 


Tími til kominn að taka á trukkurunum!!

Það var orðið tímabært að lögreglan gerði eitthvað í mótmælum bilstjóranna sem trekk í trekk stöðva umferð venjulegs fólks.  Fólk á leið til vinnu, fólk í vinnu fyrir utan þá hættu sem skapast við það að blokkera umferð um stofnæðar og þjóðvegi landsins.  Bílstjórarnir eru hættir að mótmæla háu bensinverði svo hverju eru þeir eiginlega að mótmæla.  Svör óskast!!
mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband