Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.5.2008 | 17:33
Vorið er komið og grundirnar gróa, 1.maí til hamingju
´Byrja á að óska hinum vinnandi stéttum til hamingju með daginn. Mér er sagt að langt sé orðið síðan gangan hafi verið jafnfjölmenn í Reykjavík og hún var í dag. Hverju skyldi hægt að þakka það? Væntanlega því að í dag skín sólin í logni og þokkalegum hita og fjölmargir eru hvort sem er í bænum á góðviðrisdögum sem þessum. Í stað þess að velta sér upp úr bölmóð verkalýðsforkólfanna og stjórnarandstöðunnar ættu landsmenn allir að líta sér nær, lesa erlendar fréttir og átta sig á því að flest höfum við það bara nokkuð gott. Auðviitað misgott eins og alltaf hefur verið en engu að síður gott í góðu landi, njótum þess og hættum þessu helvítis væli sem einkennir alltof marga.Áfram Ísland.
29.4.2008 | 13:42
Mesta pressan er á Rijkaard sjálfum, það veit hann eins og allir aðrir!!
Frank Rijkaard: Pressa á Ronaldo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 23:44
Björgúlfur bjargar Hallargarðinum og húsinu
Hollvinir funda um Hallargarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 14:42
RONALDO sá besti aannað árið í röð!!
Ronaldo leikmaður ársins annað árið í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2008 | 23:18
Trukkari í leit að málstað og stuðningi
Sturla: Ég berst fyrir ykkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2008 | 21:20
HAUKAR meistarar---HSÍ til skammar
Fylgdist með frekar bragðdaufum og tilþrifalitlum handboltaleik í sjónvarpinu í dag. Þar áttust við lið Hauka sem voru orðnir íslandsmeistarar og lið Aftureldingar sem voru þegar fallnir niður um deild. Eftir að hafa fylgst með úrslitakeppni körfuknattleiksmanna sem var að ljúka þá verður maður verulega hugsi. Á þessum tveimur lokaköflum í sitthvorri íþróttagreininni sést glögglega hvernig á að gera íþróttir aðgengilegar , skemmtilegar og spennandi fyrir áhorfendur og leikmenn og svo aftur hvernig hægt er nánast að drepa niður allan áhuga á íþrótt sem þó er nánast þjóðaríþrótt okkar íslendinga. Íslandsmótið í handbolta eins og það er spilað nú er forystu HSÍ til skammar og ef félögin undir forystu HSÍ gera ekki eitthvað til að breyta keppninni eru dökkir dagar framundan í íslenskum handknattleik. Aftur á móti eiga Körfuknattleikssambandið og allir þeir sem að leikjum í Iceland express deildinni koma mikinn heiður skilið fyrir frábæra umgjörð um mótið í vetur ásamt því að Stöð 2 sport (SÝN) gerði sitt til að fullkomna gott mót og frábæra úrslitakeppni. Hvílíkur reginmunur að sjá Haukana taka á móti sínum bikar í dag eða Keflvíkingana taka við sínum sigurlaunum í vikunni sem leið. Það var alveg eins og svart og hvítt. Að lokum þetta; HSÍ upp með sokkana, girðið ykkur í brók og gerum handboltanum jafn hátt undir höfði og hann á skilið.
ps. óska að sjálfsögðu Haukum og Keflvíkingum innilega til hamingju!!
26.4.2008 | 16:43
Fríkirkjuvegur 11....Vinstri grænir enn og aftur á móti!!
Fríkirkjuvegur 11 ekki seldur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2008 | 08:59
Er Sturlu trukkara treystandi??
Íhuga að kæra lögregluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2008 | 17:22
Mótmæli, lygar og trukkabílstjórinn
Var að hlusta á Bylgjuna síðdegis, vinsælasta útvarpsþáttinn skv. skoðanakönnunum eins og ég geri jafnan á þessum tíma dags, mér yfirleitt til mikillar skemmtunar og oft fróðleiks. Í upphafi þáttar var kynnt skoðanakönnun/viðhorfskönnun sem gekk út á hvort fólki hefði hugnast mótmæli trukkarana og framkoma þeirra yfirleitt upp á síðkastið. Skemmst er frá að seigja að tæp 70% þeirra sem þátt tóku voru á móti eða studdu ekki trukkarana í aðgerðum sínum. Athyglisvert finnst mér en ekki óvænt. Sturla nokkur Jónsson talsmaður´trukkabílstjóranna hefur verið býsna duglegur við að hnýta aftan við nánast öll viðtöl sem við hann hafa birst hefur hann sagt orðrétt "enda stendur þjóðin með okkur". Hafi svo verið sem ég efast um þá er sá timi liðinn og reyndar held ég að Sturla sjálfur hafi misst allan trúverðugleik er hann varð uppvís að því að ljúga upp í opið geðið á fréttamanni og þar með þjóðinni er hann neitaði því að kannast nokkuð við mann þann er réðist á lögregluþjón við kirkjusand í gær. Ágúst Fylkisson árásarmaðurinn sjálfur hefur nú beðist afsökunar á framferði sínu, þó með þeim fyrirvara að aðdragandi málsins hafi verið annar en komið hafi fram í fjölmiðlum og segist ætla að senda frá sér yfirlýsingu á morgun!! Ég held að tími mótmæla trukkarana sé liðinn og í það minnsta ætti Sturla talsmaður að hafa vit á að seigja af sér því embætti sem fjölmiðlar hafa kallað talsmann. Maður sem lýgur til þess að fegra hlutina eða réttara sagt afneita sínum eigin manni frammi fyrir alþjóð ætti að skammast sín og hlýtur það að vera lágmarkskrafa sem almenningur á rétt a er að að Sturla Jónsson biðjist opinberlega afsökunar en fari ekki í felur eða reyni að ljúga sig út úr þessu athæfi sínu. Nú þegar almenningur stendur ekki við bakið á bílstjórunum sem ég efast reyndar um að hafi nokkurt tímann verið ættu trukkarabílstjórar að taka upp aðrar og skemmtilegri aðgerðir vilji þeir mótmæla áfram og skora ég nú á þá að birta opinberlega með rökstuðningi hverju verið er að mótmæla því þar er alls ekkert á hreinu og veit eiginlega enginn hverju verið er að mótmæla. Það viðurkennist að sjálfsögðu að allir hafa rétt á að mótmæla en það er ekki sama hvernig það er gert. Upp með hugmyndaflugið og mótmælið á jákvæðan hátt ef þið hafið einhverju að mótmæla.
ps. Málarameistari hafði samband við mig og var að hugleiða hvort málarar ættu að taka sig saman og mótmæla því að málning og öll aðföng til málunar hefðu hækkað svo mikið í verði að til vandræða horfði og svo yrðu þeir að fara eftir vökulögunum þrátt fyrir eindæma tíð til málunar utanhúss.
23.4.2008 | 11:40
Tími til kominn að taka á trukkurunum!!
Lögregla beitir táragasi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar