Mér finnst rigningin góð, gróðrinum líka

Frábært hefur verið að fylgjast með gróðrinum undanfarna daga, eftir að byrjaði að rigna.  Rigningin ásamt þokkalegum lofthita hefur gert það að verkum að borgin hendir af sér gráa rykfrakkanum og klæðist hægt og bítandi sínum græna kufli.  Einnig gerir þetta hryðjuverkamönnum gróðursins erfiðara um vik, þeir geta ekki kveikt í sinu a.m.k. ekki á meðan rignir.  Þetta er væntanlega kærkomin hvíld hjá slökkviliðsmönnum og öðrum þeim sem umsjón hafa með gróðursvæðum og lent hafa í baráttu við sinuelda upp á síðkastið.  Rigningin er líklega aldrei kærkomnari en á þessum árstíma, fínt fyrir gróðurinn og ekki síður hreinsar hún loftið og fyllir af angan af vorinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband