Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

KONUR Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA--

Það var fróðlegt að hlusta á viðtalið við Hildi Petersen stjórnarformann SPRON á stöð 2 í gær þar sem hún viðurkenndi að hafa selt bréfin sín eða hluta af þeim. ekki vildi hún seigja hve stóran hluta.  Mikið hefur verið rætt um þá fáránlegu hugmynd viðskiptaráðherra að skylda fyrirtæki til að setja konur í stjórn þeirra með lagasetningu.  Sem er náttúrulega fáránlegt og stórt skref afturábak í kvennabaráttu og hrein og klár uppgjöf.  Einhversstaðar sá ég að fyrirtæki með konur við stjórnvölinn, þeim væri betur stjórnað.  Allavega virðast konur fljótar að tileinka sér græðgina og virðast fljótar að læra og taka upp alla klækina sem sumar konur þykjast þó fyrirlíta.  Gríðarlegrar óánægju gætir meðal hluthafa og hlýtur þetta ekki að gefa tilefni til rannsóknar á meintum innherjaviðskiptum stjórnarformannsins?  Spyr sá sem ekki veit.

Veitti nokkuð af að bæta aðeins við????

Það þykir væntanlega góður siður einhvarsstaðar að spara, jafnvel að spara til mögru áranna.  Ég held að árið/keppnistímabilið sé ansi magurt og skynsamlegra hefði verið fyrir Megson að bæta aðeins við mannskapinn því ekki hefur spilamennskan verið upp á marga fiska.  Reyndar aðeins að skána en öll breyting var til hins betra sama hver hún var.
mbl.is Megson geymdi peningana sem hann fékk fyrir Anelka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðvilltur Birkir Jón Jónsson

Dæmalaus færsla birtist hér á mbl.blogginu eftir þingmanninn Birki Jón Jónsson þar sem hann gerir tilraun til að gagnrýna Geir Haarde og meint skoðanaleysi hans ásamt fullyrðingum um að hann hafi enga stjórn á "sínu fólki".  Þau ummæli að GH sé skoðanalaus í gjaldmiðilsmálum dæma sig sjálf, þeir sem eitthvað fylgjast með vita að GH hefur aldrei skorast undan umræðu um þau mál, en hann hefur bent á að sumt af því sem rætt hefur verið um sé einfaldlega ekki tímabært að ræða.  Það að formaður og varaformaður sjálfstæðisflokksins séu ósammála um hvort fyrirtæki fái að gera upp í evrum er bara ekki rétt.  Bæði hafa sagt að þau séu því meðmælt  að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, enda gera lögin ráð fyrir því.  Vera má að skiptar skoðanir séu í sjálfstæðisflokknum á því hvort lögunum skuli breyta og auðvelda þar með fyrirtækjum þeim er það vilja að gera upp í evrum eða öðrum gjaldmiðli t.d. dollar.  Reyndar held ég að flokkarnir allir séu meira og minna klofnir þegar talið berst að evru eða aðild að evrópusambandinu.  BJJ hneykslast á því að Geir hafi enga stjórn á sínu fólki, þetta segir hann væntanlega vegna þess að þingmenn í sjálfstæðisflokknum hafi mismunandi skoðanir og þora að láta þær í ljós bæði í orði og á borði. Reyndar finnst mér BJJ vera að kasta grjóti úr glerhúsi því eitthvað virðist mér vanta upp á stjórnina innan Framsóknarflokksins þar sem hjaðningarvígin ganga á víxl og menn virðast tilbúnir til að stinga hvorn annan í bakið við minnsta tilefni.  Ég held að Birkir Jón Jónsson ætti að hafa meiri áhyggjur af stjórnleysi og innanflokksátökum í Framsóknarflokknum því þar virðast menn ákveðnir í að gera flokkinn marklausan í íslenskri pólítík enda sýna kannanir undanfarna daga að fylgi við flokkinn er í frjálsu falli enda flokksmenn að eyða honum innan frá með illindum og deilum hvort heldur er á sveitarstjórnarstiginu eða í landsmálunum.  Birkir Jón; gagnrýni á rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg annars hætta menn að taka mark á þeim er halda fram þannig málflutningi.

Glæpamenn á ferð!!

Fréttir eins og þessi gera mig bálreiðan.  Viðurlög við þessu eru væntanlega alltof væg.  Að mínu mati ætti að loka svona menn inni, það ætti að svipta þá ökuréttindum, sekta þá um upphæð sem svíður undan og síðast en ekki síst þá ætti að birta nöfn þessara manna með mynd.  Ökumenn eins og þessi gera það að verkum að venjulegt fólk er í stórhættu í umferðinni, alveg skelfilegt.
mbl.is Ók á 137 km hraða í fljúgandi hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MORGUNBLAÐIÐ-blað allra landsmanna

Það er alveg stórmerkilegt að moggan ber á góma í hverjum einasta spjallþætti, kastljós, ísl.í dag eða morgunútvarp á einhverri stöðinni alltaf skal tala um "moggan".  Menn hafa á honum skiptar skoðanir en allir hafa á honum skoðanir.  Hann er í stjórnarandstöðu, hann hatar samfylkinguna ,hann talar alltaf máli sjálfstæðisflokksins, nú er hann á móti sjálfstæðisflokknum osfrv.  Niðurstaða mín er þessi, MOGGINN er blaðið sem allir lesa og allir tala um.  Ég gleymdi reyndar einu; vinstri menn koma oft fram og seigja frá því að þeir hafi sagt upp mogganum í mótmælaskyni við eitthvað, dálítið fyndið ekki satt.

Björn Bjarnason-frábært Silfur......

Í dag horfði ég á Silfur Egils eins og vanalega og viti menn, þátturinn með þeim bestu í langan tíma.  Hvers vegna? Jú eftir umræðurnar sem þátturinn hefst alltaf á kom lítið og frekar lélegt innskot um álit mannrétindanefndarinnar um kvótakerfið en svo kom rúsínan í pylsuendanum, frábært viðtal Egils við dómsmálaráðherra Björn Bjarnason.  Það var gaman að fylgjast með þessum tveimur reynsluboltum hvor á sínu sviði í einu besta viðtali Egils í langan tíma.  Egill auðsjáanlega í góðu formi og hafði gaman af og Björn Bjarna svaraði blátt áfram án þess að reyna að víkja sér undan.  Björn er sagður afar duglegur og vinnusamur ráðherra enda verða hans ráðuneyti oftar en ekki mikið í umræðunni , sbr. menntamálaráðuneytið og svo dómsmálaráðuneytið núna. Björn Bjarnason er maður skoðana, það fer ekki fram hjá neinum en hann er líka maður framkvæmdanna.  Góður ráðherra þar á ferð.  Orð hans um stjórnun borgarinnar og þessa veiku meirihluta sem stjórnað hafa á kjörtímabilinu voru líka athyglisverð.  Okkur vantar fleiri menn eins og Björn Bjarnason.

Birkir Jón Jónsson og óvinsældirnar allt í kringum hann.

Það hefur verið sérlega áhugavert að fylgjast með Birki Jóni Jónssyni þingmanni framsóknarflokksins undanfarna daga tjá sig um óvinsælan meirihluta í Rvík, fylgið sé að hrynja af hinum og þessum og flokkar, t.d. sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að gjalda þess að hafa komist til áhrifa á ný í borginni.  Ekki víkur þingmaðurinn einu einasta orði að hrikalegri stöðu framsóknarflokksins, sem virðist hreinlega vera að þurrkast út skv. þeim skoðanakönnunum sem Birkir Jón vitnar til. Fylgi við framsóknarflokkinn er semsagt í sögulegu lágmarki, og þarf þó nokkuð til, flokkurinn logar í innbyrðis deilum, hver þungaviktarmaðurinn af öðrum flýr úr flokknum undan árásum eigin liðsmanna, á þetta jafnt við um sveitarstjórnarstigið og landsmálin.  En háttvirtur þingmaður Birkir Jón Jónsson hefur mestar áhyggjur af hugsanlegu fylgistapi sjálfstæðisflokksins.  Maður líttu þér nær.

Ferguson/Beckham

Römm er sú taug.  Alltaf virðist gamli stjórinn tilbúinn til að tjá sig um Beckham, mér virðist reyndar sem ekki séu alveg öll sár gróin síðan um árið.
mbl.is Ferguson styður ákvörðun Capello
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin skorar hátt-talsmenn hrópa hátt.

Það er aldeilis upp á þeim typpið núna samfylkingarfólki sem maður hittir og heyrir í, nú vilja þeir allir tala um skoðanakannanir.  Sú var tíðin að I.Sólrún og hennar fólk bæði í landsmálunum og borgarmálunum vildi ekki heyra minnst á skoðanakannanir heldur talaði um að hin eina og sanna skoðanakönnun væri í kosningunum sjálfum.  Vissulega mikið til í því en engu að síður eru kannanir sem teknar eru reglulega og vandað til verka í þeim nokkuð marktækar og virðast spegla tíðarandann þegar þær eru framkvæmdar nokkuð vel.  Skoðanakannanir Fréttablaðsins hafa verið umdeildar í gegnum tíðina ekki síst hefur samfylkingarfólk verið duglegt að benda á ýmislegt sem betur mætti fara, td. stærð úrtaks osfrv.  Hitt er annað að tímabilið sem könnunin nær yfir og tímapunktur könnunarinnar skiptir miklu máli.  Allt það moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í borgarmálunum upp á síðkastið, ásamt ákaflega klaufalegum viðtölum sem Ólafur F hefur veitt ásamt einum hallærislegasta blaðamannafundi sem haldin hefur verið hjálpa klárlega "tjarnarkvartettinum" augljóslega í þessum könnunum sem birtar hafa verið undanfarna daga.

Nokkuð ljóst er líka að D.B.Eggertsson fráfarandi borgarstjóri stóð sig ákaflega vel í þessa 100 daga sem hann var borgarstjóri og komst nokkuð vel frá sínu.  Greinileg sundrung flokkana lysti sér hins vegar í því að engar ákvarðanir voru teknar og ekkert klárað sbr. málefnaskrá meirihlutans sem aldrei kom fram en okkur er sagt að hafi átt að kynna nú um mánaðamótin.  Umræðustjórnmalin sem samfylkingin m.a. hafa verið duglegir að skreyta sig með virðist hafa snúist upp í eintómar samræður en engar framkvæmdir.  En sjáum hvað setur þegar moldviðrinu lægir og menn sjá að þessi meirihluti er kominn til að framkvæma og ætlar sér stóra hluti.  Ánægjulegt var að sjá að lækkun fasteignaskatta var strax framkvæmd eins og upphaflega stóð til eftir kosningar og menn ná að halda sínu striki varðandi það og vonandi ýmislegt fleira sem ekki er í málefnaskránni en lofað var fyrir kosningar.  Nú þurfa sjálfstæðismenn að standa saman, allir sem einn og sýna kjósendum úr hverju þeir eru gerðir.


Snjómokstur í höfuðborginni óviðunandi.

Undanfarið hefur dálítið snjóað hér í höfuðborginni, gengið á með éljum.  Um aðalgöturnar þeytast stórir vörubílar með snjótönn og saltdreyfara aftast á trukknum.  Gengdarlaus saltaustur á aðalgötunum er verulega farin að fara í taugarnar á mér og hitt að húsagötur og aðrar minna eknar götur eru varla mokaðar.  Eins og staðan er í dag þá er saltpækillinn á aðalgötunum griðarlegur en götur eins og t.d. gatan sem ég bý við , Ljósheimar, ekki verið mokuð nema reyndar gangstéttar og göngustígar sem virðast mokaðir reglulega ef svo ber undir.  Minnka þarf saltnotkunina á aðalgötunum og síðan þurfa borgaryfirvöld heldur betur að girða sig í brók varðandi snjómokstur á minna eknum götum.  Að mínu mati er snjómokstur húsagatna í skötulíki og þarf að batna verulega.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband