Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.2.2008 | 06:21
Ferguson og spádómarnir
Kallinn hefur oftar en ekki reynst sannspár, trúi því og treysti á að svo verði einnig nú. Reyndar var ég minntur á að við (MAN UTD) höfum m.a. unnið upp 12 stiga forskot sem Arsenal hafð á okkur um árið. Þessi seinni hluti tímabilsins hefur oft reynst okkur drjúgur í stigasöfnun og skoðun mín á því að MAN UTD hampi titlinum í vor hefur ekkert breyst. Gríðarlega skemmtilegir og spennandi tímar framundan hjá okkur knattspyrnuáhugamönnum bæði í ensku deildinni en ekki síður í Meistaradeild Evrópu.
Ferguson spáir æsispennandi baráttu um titilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 22:37
Reykjanesbrautin--Vegagerðin--HÆTTA!!
Það var fyrst og fremst fyrir tilstilli nokkurra ákveðinna einstaklinga, þolinmæði þeirra og þrautseigju sem tvöföldun Reykjanesbrautarinnar varð að veruleika, þ.e. sá hluti hennar sem búið er að klára. Nú aftur á móti er allt stopp, endahnúturinn er eftir og virðist ætla að dragast langt fram á haust. Ástæðan er sú að verktakinn sem sá um framkvæmdina sagði sig frá verkinu að því að mér skilst vegna bágrar fjárhagsstöðu. Ekki tókust samningar við undirverktaka og því þarf allt verkið (það sem eftir er) að fara í útboð að nýju. Mikil vinna er að taka út það sem búið er og finna út hvað eftir er svo nýjustu fregnir herma að framhald framkvæmda er ekki á næsta leyti! Reykjanesbrautin er stórhættuleg slysagildra eins og hún er nú, með þrengingum og hálfköruð er hún jafnvel verri og hættulegri en nokkru sinni, ekki síst í því tíðarfari sem ríkt hefur langtímum saman í vetur. Ég skora á Vegagerðina að girða sig í brók og finna lausn á þessu máli og drífa verkið af stað með öllum tiltækum ráðum áður en til stórslyss kemur með þeim hörmulegu afleiðingum sem við þekkjum. Fyrir utan ófremdarástandið á framkvæmdunum eða öllu heldur framkvæmdaleysinu þá er lýsing brautarinnar sér kapítuli út af fyrir sig. Meira og minna í allan vetur hafa stórir kaflar verið óupplýstir svo dögum skiptir og þegar einn kafli er lagaður dettur annar út. Staurarnir eru nýir svo þetta er mér með öllu óskiljanlegt af hverju er ekki hægt að halda úti lýsingu á Reykjanesbrautinni. Er kannski annar verktaki í fjárhagsvandræðum sem sér um að viðhalda lýsingunni og ræður ekki við verkefnið. Komum hlutunum í lag á Reykjanesbrautinni strax!!!!
11.2.2008 | 18:37
Til háborinnar skammar fyrir Sjálfstæðisfólk og flokk!!!
Það verður að seigjast alveg eins og er sjaldan eða aldrei hefur mér liðið jafnilla og í dag með það að vera sjálfstæðismaður. Að horfa upp á, í beinni útsendingu, fulltrúa stærsta stjórnmálaflokks landsins klúðra framkvæmd fréttamannafundar eins hroðalega og borgarstjórnarflokkurinn gerði í dag var pínlegt, svo ekki sé meira sagt. Já til skammar. Vilhjálmur sat einn fyrir svörum eftir að samherjar hans í borgarstjórn flúðu af vettvangi, ýmist út um aðalinngang eða út um neyðarútgang til þess að sleppa við að svara fréttamönnum. Við eigum rétt á að vita hvað raunverulega er í gangi, af hverju eru menn á flótta undan fjölmiðlamönnum. Mér sem sjálfstæðismanni líður bölvanlega þessa dagana og það er líðan sem ekki venst. Borgarstjórnarflokkurinn þarf að koma fram, koma hreint fram og hætta öllu pukri og taka svo til við að stjórna borginni.
Fundi sjálfstæðismanna lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2008 | 18:51
Þagnarbindindi Sjálfstæðismanna
Þetta gengur ekki lengur, það er ekki hægt að bjóða okkur borgarbúum upp á þetta. Sjaldan eða aldrei hefur Sjálfstæðisflokkurinn rétt pólítískum andstæðingum svona tækifæri til að láta ljós sitt skína. Komið úr felum og standið fyrir ykkar málum, ekki stinga hausnum í sandinn. Vilhjálmur, hvað er best fyrir flokkinn? Hvað er best fyrir borgarbúa? hvað er best fyrir þig? Ég held að svarið sé það sama við öllum þessum spurningum, þú veist Villi minn hvað það er.
Pólitísk staða Vilhjálms rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2008 | 06:09
Hundahald í Reykjavík
Eitt sinn var það svo að ekki var hægt að gerast hundaeigandi í Reykjavík nema gerast brotlegur við lög þvíhundahald var bannað og nánast engar undantekningar voru frá því banni. Við sjálfstæðismenn höfum einhverra hluta vegna verið duglegir við að halda hunda og ekki síst framámenn í flokknum og oft hefur hundur stjórnmálamanns jafnvel verið jafn þekktur í þjóðfélaginnu og stjórnmálamaðurinn sjálfur. Þessir menn fengu því blessunarlega framgengt að hægt er að halda hund löglega hér í Rvík. Hundahald er bannað að nafninu til held ég en allir sem uppfylla ákveðin skilyrði fá til þess leyfi og greiða fyrir það árgjald. Gott mál. Meðal okkar hundaeigenda gildir sú regla að þú ferð ekki út með hundinn öðruvísi en með þar til gerða poka í vasanum svo maður geti þrifið upp eftir hundinn ef honum verður brátt í brók. En þarna eru samt alltof mikil vanhöld á, þ.e. eig. þrífur ekki upp eftir hundinn skítinn. Sérstöku svæði var úthlutað af miklum rausnarskap af borginni þar sem má sleppa hundum lausum, það er Geirsnefið (skírt í höfuðið á borgarstjóra sjálfstæðisflokksins hér áður). Nú er svo komið að fjöldinn allur af hundaeigendum lætur ekki sjá sig á Geirsnefinu vegna sóðaskapar og sýkingarhættu sem stafar af hundaskít út um allt. Allt of margir hundaeigendur sleppa hundunum lausum og leyfa þeim að hlaupa en fara ekki út úr bílunum sjálfir og hreinsa þar af leiðandi ekki neitt. Einnig er til háborinnar skammar að sjá eig. hunda henda þeim út úr bílnum og láta þá svo hlaupa á eftir bílnum á veginum, þetta hef ég oft séð á Geirsnefinu og víðar, m.a. upp við Rauðavatn. Þetta er hundaeiganda til háborinnar skammar og ætti aldrei að sjást! Hundaeigendur í Reykjavík, takið ykkur tak , hreinsum upp eftir hundana. Af gefnu tilefni skal taka fram að langflestir eigendur hunda eru til fyrirmyndar hvað þetta varðar en hitt er alltof algengt og skemmir fyrir okkur sem þrífum ALLTAF upp eftir þessa bestu vini okkar.
8.2.2008 | 22:11
MANCHESTER UNITED
Stórkostlegt hjá kallinum og stráknum, reyndar held ég að allir geti verið sammála þessu vali!!
Tvöfalt hjá Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2008 | 19:27
Segðu satt-alltaf...........
Þessi yfirlýsing dæmir sig sjálf.
Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2008 | 19:11
Neyðarfund í Sjálfstæðisflokknum STRAX!!
Sjálfstæðismenn verða að halda neyðarfund strax v/borgarmálanna. Það að horfa upp á oddvitann verða kjaftstopp, verða vandræðalegan, verða ótrúverðugan er bara meira en ég sem sjálfstæðismaður get þolað. Það verður að koma vitinu fyrir Villa ef ekki með góðu þá bara með valdi. Hanna Birna getur tekið við strax, hún nýtur trausts langt út fyrir flokkinn og ætti að vera tekin við nú þegar. SJÁLFSTÆÐISMENN við megum engan tíma missa!!!
8.2.2008 | 06:45
ÞRÓTTARASMOKKAR
Þarna er kominn frábær hugmynd að fjáröflun, er alveg sannfærður um að betur gengi að fá unga fólkið til að selja smokka en endalusar WC rúllur og rækjur í poka.
Smokkar með félagsmerki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2008 | 06:36
Hver axlar ábyrgð Vilhjálmur???
Þá er hún loksins komin fram skýrsla stýrihópsins svokallaða. Það verður að seigjast eins og er að þessi skýrsla veldur vonbrigðum, hún er hvorki fugl né fiskur. Svandís Svavarsdóttir ruddist fram á sjónarsviðið í haust og varð stjarna í borgarpólítíkinni á einni nóttu, a.m.k. að áliti sinna eigin flokksmanna. Kjaftfor og með stórar yfirlýsingar eins og hún á kyn til fyllti hún hvern fréttatímann á fætur öðrum og fréttamenn tóku henni fagnandi enda talaði hún nánast í fyrirsögnum. Með dyggri aðstoð Sjálfstæðismanna og svikum Björns Inga átti hún sinn þátt í að sprengja meirihlutann sem myndaður hafði verið eftir kosningarnar. Í framhaldi af því myndaði hún ásamt félögum sínum 100 daga stjórnina og hafði uppi stór orð um að nú yrði allt dregið fram í dagsljósið, stýrihópur myndaður og allt skyldi rannsakað og allt fyrir opnum tjöldum. Það verður að seigjast eins og er að hvorki heyrðist hósta né stuna frá umræddri Svandísi þá 100 daga sem hún var í meirihluta og frá stýrihópnum heyrðist lítið en Svandís boðaði að öll spil yrðu lögð á borðið og þeir sem hlut ættu að máli skyldu axla ábyrgð. Einn höfuðpaurinn í málinu hefur hrökklast út úr pólitík, ekki vegna REI málsins heldur vegna árása eigin liðsmanna í Framsóknarflokknum. Vafalaust hjálpaði það Birni Inga að taka þá ákvörðun að yfirgefa vettvang borgarmálanna að meirihlutinn sem hann myndaði eftir svikin við Sjálfstæðisflokkinn var sprungin, hann kominn í minnihluta, valdalaus og rúinn trausti og vitaskuld vissi hann af skýrslu stýrihópsins og gat alveg hugsað sér að sleppa við spurningar fréttamanna varðandi REI klúðrið. Vonarstjörnur minnihlutans voru hálf niðurlút við kynningu skýrslunnar og töluðu reyndar aðeins um að merkilegt væri að meiri og minnhlutinn væru alveg samstíga og sammála varðandi skýrsluna. Ekki heyrðist neitt i Degi B en skv. myndum að dæma þá var hann þarna samt er skýrslan var kynnt. Mikið hefur verið látið með þátt Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar í málinu og ekki að ástæðulausu. Það skal viðurkennt hér að undirritaður studdi Villa í síðustu kosningum og var bara nokkuð sáttur við hans framgöngu framan af. Í REI málinu, bæði í undanfara þess og því moldviðri sem geysaði eftir brást Vilhjálmur algerlega. Hann gerði afdrífarík mistök, hann gat ekki komið hreint fram og hvað eftir annað sýndi hann lélega forystuhæfileika, hans eigið lið vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hætti að treysta Villa og borgarstjórnarflokkurinn hefur verið í sárum síðan, jafnvel eftir að þessi veikasti meirihluti sögunnar var myndaður. Þar vantar alla gleði og ekki bætir úr skák að borgarstjórinn sem aleinn situr í skjóli Sjálfstæðismanna virkar einangraður og hálfhræddur í viðtölum. Að mínu mati á Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson að ganga út af sviðinu, axla ábyrgð og afhenda Hönnu Birnu leiðtogasæti sitt í flokknum, þá fyrst getur Vilhjálmur sagt að hann hafi gengið frá borði með reisn. Í framhaldi af því eiga Ólafur F og sjálfstæðismenn að setjast niður og skipta út borgarstjóranum strax og láta Hönnu Birnu taka við og skipta um stól við Ólaf F. Tími Villa í borgarstjórn er liðinn og kominn tími til að nýtt fólk taki við kyndlinum og tendri þar bál því kyndill Villa er kulnaður.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar