Nýjar skoðanakannanir skelfa!

Það skelfir mig að sjá að  Samfylkingin virðist ætla að stíga upp úr þeim öldudal sem hún lengst af hefur verið í síðan í kosningunum 2003.  Ég bara trúi því ekki að kjósendur ætli að verðlauna þennan sundurleita hóp krata og komma sem ekki vita í hvern fótinn þeir eiga að stíga.  Hér með vara ég eindregið við því að fólk kjósi yfir sig I.Sólrúnu og hennar lið því þar með eru þeir hinir sömu að kjósa yfir sig ekki bara kaffibandalag heldur harðsvíraða og sundurleita VINSTRI stjórn með öllu því sem svoleiðis margra flokka stjórn fylgir. SPORIN HRÆÐA.  Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og sýnum og sönnum að við íslendingar vitum hvað við viljum en tökum ekki þátt í skandinavískri vísindakönnun um hvort þessir flokkar geti haldið á spilum heillar þjóðar. X-D

Kosningabaráttan og auglýsingar flokkana!

Það er virkilega athyglisvert að fylgjast með mælingum Capacent á auglýsingakostnaði flokkana fyrir þessar kosningar.  Það vekur strax athygli að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem minnst hefur eytt í auglýsingar fram til þessa.  Reyndar hafa nú allra síðustu daga birst sjónvarpsauglýsingar frá flokknum sem hljóta að tosa flokkinn aðeins upp á þessum lista Capacent. Það vekur einnig athygli að "kaffibandalagsflokkarnir" eru efstir á blaði yfir á flokka sem auglýsa mest.  Annars er þetta nú bara rugl, annars hvar er "kaffibandalagið"??.  Ég lýsi hér með eftir kaffibandalaginu, ekki til að styðja þá heldur af einskærri forvitni.  Vilja þeir flokkar sem eitt sinn mynduðu hið umtalaða bandalag ekkert við það kannast?  Ég sé ekki betur en þeir flokkar séu allir farnir að mæra Sjálfstæðisflokkinn, um leið og þeir af veikum mætti reyna að gagnrýna þann flokk sem tæp 70% landsmanna vilja sjá í ríkisstjórn.


Sjálfsánægð Samfylking

Sjálfsánægjan skín langar leiðir af Samfylkingunni í Reykjavík bæði út og suður og norður og niður. Það hlýtur að vera skemmtilegt að vera fylgismaður Samfylkingarinnar í Rvík núna, sjá alla endurnýjunina á listum flokksins, sérstaklega í sætum 20-22!!!  Til hamingju!!!  Okkur, sem ekki styðjum Ingibjörgu/Össur, hlakkar til kosninganna í vor og þessi listi eykur tilhlökkunina enn frekar .Flokkur sem stillir upp svona lista er ekki á leið til valda hvað svo sem líður þorsta forystumanna eftir völdum, það er nokkuð ljóst.

 

 


mbl.is Listar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum einróma samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin í Reykjavík-gamall listi ?

Þá er Samfylkingin í Reykjavík búin að birta framboðslista sína fyrir kosningarnar í vor.  Þetta hljóta að vera gífurleg vonbrigði fyrir þá sem trúðu Ingibjörgu og co er hún sagði að breytinga væri þörf.  Listinn samanstendur af fólki sem hún hefur opinberlega tjáð sig um að hún geti ekki treyst. Ömurleg tilraun til að vera nútímalegur kristallast í fléttum, þ.e. karl og kona skiptast á að skipa sætin.  Eftirfarandi upptalning sýnir best endurnýjun flokksins og segir okkur líka að stólarnir á alþingi eru ekki svo óþægilegir; Össur(hress en er tapari) Jóhanna (gamla lumman-hennar tími er liðinn)  Mörður??????? Helgi Hjörvar( það skásta)Steinunn Valdís (spennandi ekki satt-nýbúinn að tapa forystusætinu í borginni, tapaði svo borginni en er tilbúinn til að tapa aftur)  Ég nenni ekki að halda áfram upptalningunni en eru menn hissa á slöku gengi í könnunum? ég bara spyr.

Ingibjörg Sólrún í vandræðum!

Það hlýtur að vera erfitt að vera "samfylkingarsinni" þessa dagana.  Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir algert hrun á fylgi flokksins.  Ég var að horfa á Ingibjörgu Sólrúnu í sjónvarpinu þegar leitað var viðbragða við könnuninni hjá henni. Á afar ósannfærandi hátt tjáði hún fréttamanni að flokkurinn hefði verið að kynna mörg mál upp á síðkastið og því væri útkoman úr könnuninni eins og hún væri!! Segir það okkur eitthvað um mál og málefnastöðu flokksins.  Nánast frá því að Ingibjörg tók við hefur samfylkingin verið í frjálsu falli í skoðanakönnunum. Reyndar skil ég ekki af hverju fréttamenn ganga ekki á hana og fara fram á skýringar. Er hugmyndafræði I.Sólrúnar og Birgis Hermannssonar ofl. ekki að bíða skipbrot?  Spyr sá sem ekki veit. Eitt er víst að ekki leiðist mér að horfa upp á þetta skipbrot.

Sögulegur sigur!!!!

Sögulegur sigur íslenzka landsliðsins á evrópumeisturum Frakka er staðreynd.  Það er ekki vafamál að sigurinn er einn sá stærsti ef ekki sá stærsti frá upphafi.  Að mínu áliti var þetta sigur liðsheildarinnar og ekki síst sigur Alfreðs Gíslasonar og hans þjálfarateymis.  Til hamingju Alfreð og til hamingju strákar!!!!

Áramót 2006-2007

Áramótin þ.e. gámlárskvöld og nýársnótt voru sérlega ánægjuleg hjá mér og mínum að þessu sinni.  Í faðmi fjölskyldunnar naut ég alls þess besta sem lífið býður upp á.  Eftir að hafa farið í kirkjugarðinn og sinnt leiðum mömmu og pabba, kveikt ljós og tendrað á kertum hélt ég heim tilbúinn í kvöldið.  Gamlárskvöld í logni og hita var framundan.  Ásamt hluta af fjölskyldu konunnar átum við og drukkum, sprengdum bombur, kveiktum á blysum ásamt því auðvitað að horfa á ágætt skaup sjónvarpsins.  Nýja árið gekk í garð með tilheyrandi sprengjum og fagnaðarlátum.  Ég verð reyndar alltaf nokkuð meir á miðnætti og fyrstu mínúturnar á nýju ári.  Með von í hjarta um gott og hamingjuríkt ár, væntingar í meðallagi fór ég að sofa, sáttur við flest það sem gamla árið innihélt um leið og ég setti það í möppu minningana.

Bílprófsaldur-þingmaður á villigötum!

Fyrir nokkrum dögum birtist varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins(kom inn fyrir Geir Haarde) í fjölmiðlum og kynnti þingsályktun eða frumvarp sem hún hugðist leggja fram.  Gekk það út á að seinka því um eitt ár að fólk fengi leyfi til töku bílprófs.  Umræddur þingmaður er menntaður sálfræðingur og starfar sem slíkur og rökin fyrir þessari tillögu voru byggð á sálfræðilegu mati. Að mínu áliti er þetta argasta þvæla og helst til þess fallinn að leiða fólk á villigötur í umræðu undanfarinna vikna varðandi þau hræðilegu slys sem orðið hafa að undanförnu. Það að seinka því um eitt ár að taka bílpróf breytir engu að mínu áliti enda allt aðrar leiðir miklu skynsamlegri til þess að færa ástand í umferðarmálum íslendinga á annaðog betra stig.  Þar á ég fyrst og fremst við aukna og bætta kennslu, með aðstöðu fyrir ökukennara sem hæfir jafn mikilvægri kennslu og ökukennslan  er.  Birgir Þór Bragason hefur komið fram með frábærar hugmyndir varðandi kennslu og varðandi útfærslu á leyfinu sem hinn nýji ökumaður fengi fyrst eftir prófið.  Byggir þetta m.a. á hugmundafræði þeirri sem notuð er í fluginu,þ.e. fyrst fengi nemandinn sólópróf og síðan með aukinni reynslu fengi viðkomandi aukin réttindi, smátt og smátt.  Ég skora hér með á þingmanninn að kynna sér hugmyndir Birgis, jafnvel hitta hann og ræða þessi mál við hann, koma svo með málið inn á hið háa Alþing og gera eitthvað skynsamt í málinu.

 

 


Hleranir hjá fyrrverandi utanríkisráðherra!

Mikið hefur verið rætt og ritað um símahleranir fyrr og nú undanfarna daga.  Í kjölfar umræðu sem tengdist kaldastríðsárunum spratt fram Jón nokkur Baldvin í þætti á Útvarpi Sögu sem nefnist "Morgunhaninn" og fór mikinn.  Þátturinn sem er í umsjá Jóhanns Haukssonar, tekur m.a. á málefnum líðandi stundar.  Þarna upplýsti Jón semsagt að hann hefði rökstuddan grun um að sími sinn í ráðuneytinu hefði verið hleraður í ráðherratíð sinni. Talaði um að máli sínu til staðfestingar gæti hann sagt frá ónafngreindum manni (vini sínum) sem hefði haft kunnáttu til að mæla og rannsaka þetta og hann hefði staðfest við sig að síminn væri hleraður. Utanríkisráðherrann fyrrverandi leyndi þessu fyrir öllum, samráðherrum sínum í ríkisstjórn,lögreglu,samstarfsmönnum í ráðuneytinu, já bara öllum.  Hvaða endemis rugl er þetta? eigum við virkilega enga fréttamenn sem eru tilbúnir til að fylgja þessu eftir?  Jón hefur aftur komið fram með huldumann sem hann ekki nafngreinir og segir okkur að sé staðfesting á sínu máli, engar sannanir! Ég frétti að eiginkona Jóns, Bryndís hefði komið fram í einhverjum spjallþætti og stutt sinn mann, hún staðfesti að smellir í símanum hefðu verið áberandi og hún viti nú að það hafi staðið í tengslum við umræddar hleranir. Þetta átti að hafa verið heimasíminn en Jón talaði aldrei um heimasímann, eingöngu ráðuneytissímann svo ekki eru þau hjónin að tala alveg sama mál. Er ekki kominn tími til að stoppa þetta undarlega raus í gömlum svekktum fyrrverandi formanni Alþýðuflokkssins og heimta sannanir, heimta að hann birti okkur nöfn heimildarmanna sinna eða þegi ella.  Ég veit vel að Jóni og fjölskyldu vantar athygli og gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hana.  En þessi meðul eru ódýr og fréttamenn á okkar tímum geta ekki boðið okkur upp á svona fréttamennsku, ég skora á fjölmiðlana, ekki síst" morgunhanann "að klára þetta mál.  Þjóðin á rétt á að Jón klári þetta mál, sé ekki með órökstudda dylgjur um menn, flokka og þjóðir.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband