Hleranir hjá fyrrverandi utanríkisráðherra!

Mikið hefur verið rætt og ritað um símahleranir fyrr og nú undanfarna daga.  Í kjölfar umræðu sem tengdist kaldastríðsárunum spratt fram Jón nokkur Baldvin í þætti á Útvarpi Sögu sem nefnist "Morgunhaninn" og fór mikinn.  Þátturinn sem er í umsjá Jóhanns Haukssonar, tekur m.a. á málefnum líðandi stundar.  Þarna upplýsti Jón semsagt að hann hefði rökstuddan grun um að sími sinn í ráðuneytinu hefði verið hleraður í ráðherratíð sinni. Talaði um að máli sínu til staðfestingar gæti hann sagt frá ónafngreindum manni (vini sínum) sem hefði haft kunnáttu til að mæla og rannsaka þetta og hann hefði staðfest við sig að síminn væri hleraður. Utanríkisráðherrann fyrrverandi leyndi þessu fyrir öllum, samráðherrum sínum í ríkisstjórn,lögreglu,samstarfsmönnum í ráðuneytinu, já bara öllum.  Hvaða endemis rugl er þetta? eigum við virkilega enga fréttamenn sem eru tilbúnir til að fylgja þessu eftir?  Jón hefur aftur komið fram með huldumann sem hann ekki nafngreinir og segir okkur að sé staðfesting á sínu máli, engar sannanir! Ég frétti að eiginkona Jóns, Bryndís hefði komið fram í einhverjum spjallþætti og stutt sinn mann, hún staðfesti að smellir í símanum hefðu verið áberandi og hún viti nú að það hafi staðið í tengslum við umræddar hleranir. Þetta átti að hafa verið heimasíminn en Jón talaði aldrei um heimasímann, eingöngu ráðuneytissímann svo ekki eru þau hjónin að tala alveg sama mál. Er ekki kominn tími til að stoppa þetta undarlega raus í gömlum svekktum fyrrverandi formanni Alþýðuflokkssins og heimta sannanir, heimta að hann birti okkur nöfn heimildarmanna sinna eða þegi ella.  Ég veit vel að Jóni og fjölskyldu vantar athygli og gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hana.  En þessi meðul eru ódýr og fréttamenn á okkar tímum geta ekki boðið okkur upp á svona fréttamennsku, ég skora á fjölmiðlana, ekki síst" morgunhanann "að klára þetta mál.  Þjóðin á rétt á að Jón klári þetta mál, sé ekki með órökstudda dylgjur um menn, flokka og þjóðir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Skrifað á sunnudagsmorgni.

Jóhann Hannó Jóhannsson, 15.10.2006 kl. 07:38

2 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

X

Jóhann Hannó Jóhannsson, 15.10.2006 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband