1.1.2010 | 22:41
Ræða Ólafs Ragnars.
Ég er hræddur um að ræðn sem forsetinn bauð okkur upp á í dag sé bara upphafið af sjónarspili sem nú fer að fara í gang. Talandi um aukið lýðræði, fólkið í landinu þurfi að koma meira að stórum ákvörðunum sem snerti það sjálft og svo framvegis. Ég er helvíti smeykur um að kallinn meini ekkert með þessu heldur taki sér þennan frest til að tala við hinn frábæra Indefence hóp og taki við áskorunum tæplega 60.000 íslendinga kvitti svo undir eftir nokkra daga og segi svo við okkur að nú hafi ekki verið rétta augnablikið til að vísa þessu til þjóðarinnar. Hann hefur hlustað á kjökrið í Steingrími og Jóhönnu og ætlar sér ekki að græta þau svona á nýju ári. Þetta sama fólk gólaði á torgum um aukið lýðræði má ekki til þess hugsa nú að fólkið í landinu fái að seigja hug sinn´í þessu ömurlega ICESAVE máli. Ég held að eitthvað hrjái þau Jóhönnu og Steingrím þessa dagana, þau hafi ekki þolað álagið eða eitthvað í þá áttina, sinnaskipti þeirra og rörsýn á ákveðin málefni eru með þeim eindæmum að ekki getur talist eðlilegt. Varðandi forsetann þá er hann á útleið og hefur engu að tapa svo hann hlýðir bara sínum gamla flokksbróður og lætur skoðanir gríðarlega margra íslendinga lönd og leið og Jóhanna fagnar því hún heldur að með samþykki opnist bein og greið leið inn í hið miðstýrða og klíkukennda EB.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.