Slakur spámaður ég.

Loksins kom að því að ég get sagt að ég sé ánægður með forseta voran Ólaf Ragnar Grímsson.  Ég hafði spáð því að kjökrið og vælið í formönnum stjórnarinnar nægði til þess að hunsa vilja 25% atkvæðisbærra manna og undirskriftir tæplega 60.000 manna.  En Ó.Grímsson tók sjálfstæða ákvörðun og synjaði staðfestingar laganna varðandi ICESAVE.  Til hamingju Ólafur og til hamingju segi ég líka til hóps manna sem kalla sig INDEFENCE.  Sá hópur hefur unnið gríðarlega gott starf hér innanlands og ekki síður utanlands þar sem þeir hafa nánast einir og sér kynnt málstað þjóðarinnar meðal fáfróðra erlendra blaðamanna.  Íslenska þjóðin á INDEFENCE hópnum mikið að þakka.  Nú skiptir máli að byrja strax að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðsluna.  Einig þurfum við að fá hæft fólk innanland og utan til að kynna málstað okkar og það strax.  Ríkisstjorn Jóhönnu og Steingríms hefur fallið á enn einu prófinu.  Fær hún að taka prófin upp og reyna aftur, hver veit?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband