Bílstjórar mótmæla....hverju mótmæla þeir??

Heldur finnst mér svör forsvarsmanna bílstjóra vera farin að þynnast upp á síðkastið þegar þeir eru spurðir hverju þeir séu að mótmæla þessa dagana.  Í upphafi þessara mótmæla virtust þeir fyrst og fremst vera að mótmæla háu eldsneytisverði, okri eins og þeir sögðu en tóku svo jafnframt fram að mótmælin beindust einnig að ákveðnum lögum um bílstjóra sem þeir vildu fá felld úr gildi.  Almenningur snerist strax á sveif með bílstjórunum enda ekki á hverjum degi sem almennileg mótmæli fara fram á íslandi hvað þá á götum úti á eiturspúandi gljáfægðum trukkum með krómuðum loftlúðrum sem þeittir eru í sífellu.  Töluvert spennandi mál.  Síðan mótmæli þessi hófust tóku að berast upplýsingar um að eldsneyti væri ekki dýrast á íslandi og álögur ríkisins ekki þær hæstu í heimi þó háar séu.  Á norðurlöndunum er eldsneytisverð mjög svipað og á íslandi og eftir nýjustu fréttum að dæma þá eru álögur íslenska ríkisins síst meiri en í nágrannalöndum okkar og vist eitthvað minni en sumstaðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við.  Það er nú það!!  Eru kannski bílstjórarnir að mótmæla því að á þá voru sett lög um hvíldartíma  og eftir þeim þurfa þeir að fara.  Eiga bílstjórar kannski að vera undanþegnir því að fara að lögum?  Vissulega eru aðstæður á íslandi aðrar en víðast hvar í evrópu og vel getur verið að laga þurfi þær að íslenskum staðháttum.  Mér er spurn; eru mótmælin kannski eingöngu til að þóknast þeim örfáu bílstjórum sem lögin um hvíldartíma eiga við og væri kannski betra að setjast niður og ræða málin og ræða við þá sem um þessi mál fjalla hjá evrópusambandinu.  ERU MÓTMÆLIN Á MISSKILNINGI BYGGÐ????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband