8.12.2007 | 06:48
President Bush / Akranes
Stórkostlegt framtak fannst mér símaatið sem strákarnir á Akranesi framkvæmdu um síðastliðna helgi. Reyndar skilst mér að númerið sem þeir hringdu í hafi gengið meðal unglinga og þeir sent þetta hvor öðrum með sms. Reyndar fannst mér grínið fullkomnað þegar þessir 16 ára snillingar tóku stöð 2 í rassgatið og sendu annan strák í viðtalið. Að horfa fyrst á stöð 2 og síðan fréttatíma RUV og sjá sitthvorn strákinn koma í viðtal undir sama nafni var frábært. Ef þetta er merki um trúverðugleika fréttastöðvar stöðvar 2 þá þarf hinn nýji fréttastjóri að girða sig í brók. Gaman væri að heyra í Steingrími varðandi málið. Kannski ætti stöð 2 að biðjast afsökunar opinberlega eða í það minnsta óska strákunum til hamingju með blöffið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.