Barnaníðingur að losna...........

Hef verið að fylgjast með umfjöllun kastljóssins undanfarið á málefnum barnaníðinga.  Það er dæmdur barnaníðingur sem er að losna úr fangelsi eftir að  hafa afplánað 3ja ára dóm (fékk reynar 4 ár-sem þótti stutt) kom í viðtal í kastljósinu undir nafni og án þess að hylja andlit sitt.  Það stakk mig í hjartastað að sjá hve sjálfsöruggur maðurinn virtist.  Jú hann sagðist nú reyndar sjá eftir gerðum sínum en virtist engu að síður hafa meiri áhyggjur af sjálfum sér en fórnarlömbum þeirra hryllilegu gjörða sem hann var dæmdur fyrir.  Í viðtali við föður eins af fórnarlömbunum kom fram að a.m.k. fimm fjölskyldur voru lagðar í rúst og eiga aldrei eftir að ná sér aftur.  Það hlýtur að vera ógnvænleg tilhugsun fyrir þolendurna alla að vita til þess að eftir nokkra daga gengur þessi dæmdi níðingur út í samfélagið án alls eftirlits og getur ef vill hafið sína fyrri iðju.  Hann segir okkur að hann sé breyttur maður en getum við treyst því?  Ég er þeirrar skoðunar að dæmdir menn eigi rétt á uppreisn æru eftir að hafa setið af sér dóm en ég er þeirrar skoðunar að þessi mál séu ekki sambærileg við önnur mál.  Ég veit reyndar ekki hvað hægt er að gera í tilfelli eins og því sem kastljósið hefur verið að fjalla um.  Eftir að hafa hugsað málið og sett mig í spor þolendanna (sem er varla hægt) fyllist ég gríðarlegri reiði en um leið finnur maður hve hjálparvana maður er og fyrir hönd þeirra sem gætu lent í svona mönnum fyllist maður líka hræðslu fyrir hönd barnanna sem eru þarna úti saklaus og alltaf tilbúinn til að treysta.  Það að maðurinn var kominn í lykilaðstæður til þess að fremja svona glæp þegar upp um hann komst fær mig til þess að hugsa um aðra sem í svoleiðis aðstæðum eru t.d. íþróttaþjálfara, leiðbeinendur og starfsmenn æskulýðsstöðva.  Auðvitað er það ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem saklausir starfa á þessum vettvangi og eru upp til hópa yndislegt fólk, það þekki ég af eigin raun.  Engu að síður leggur þetta gríðarlega ábyrgð á hendur þeim er sjá um ráðningar þessa fólks.  Að lokum þetta; ég get ekki að því gert að líf mitt myndi umhverfast ef dæmdur níðingur flytti í næsta nágrenni við mig og mitt barn, þessu eru þeir foreldrar sem ég hef rætt við mér sammála en hvað er til ráða? spyr sá sem ekki veit.  Notum nú tækifærið eftir umfjöllun kastljóssins og komum raunverulegri umræðu af stað í þjóðfélaginu.  Ég veit að þarn úti eru brotnar fjölskyldur sem nú eru fullar af reiði og sárindum, eru líka skíthrædd nú þegar þau vita að viðkomandi ainstaklingur er að losna, fyrr en dómurinn kvað upp úr um væntanlega fyrir góða hegðun innan múranna.  Það kom fram að í fangelsinu umgangast þeir menn sem dæmdir hafa verið fyrir níðingsskap gagnvart börnum ekki aðra fanga af hræðslu við að vera lamdir.  Þeir hnappa sig saman níðingarnir.  Eftir að hafa umgengist helst enga nema aðra níðinga í þrjú ár, eru svoleiðis einstaklingar tilbúnir til að koma út í þjóðfélagið án eftirlits? Ég gæti haldið endalaust áfram en læt hér staðar numið að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira samála þér. Góð og þörf umræða.

Sibba (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband