28.1.2010 | 10:26
Af hverju frestun skýrslu? Af hverju frestun atkvæðagreiðslu?
Það er farið að vekja athygli að nefndin sen er að gera skýrsluna um "hrunið og aðdraganda þess skuli frsta í sífellu birtingu hennar. Nefndin heldur blaðamannafundi þar sem hún trekk í trekk ítrekar hversu svört skýrslan sé og hafi jafnvel valdið höfundum hennar þvílíku hugarangri að menn nánast bresti í grát. Flestir harma þessa seinkun en þóekki okkar ástkæri fjármalaráðherra. Hann virðist gleðjast þó hann fari pent með það en sér þó sóknarfæri í seinkuninni og tengir hana þjóðarátkvæðagreiðslunni sem hann vill meina að verði að fresta líka því almenningur þurfi að geta kynnt sér skýrsluna áður en hann greiði atkvæði um ICESAVE--já eða nei. Þegar síðast fréttist var skýrslan komin ´2000 síður, eg endurtek tvö þúsund síður. Ætlast Steingrímur til að almenningur setjist yfir skýrsluna, lesi hana, og skilji hana og greiði svo atkvæði byggt á vitneskju sinni úr skýrslunni. Hvaða rugl er þetta? Fyrir stuttu síðan treystu hvorki Jóhanna né Steingrímur þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave því það væri of flókið en nú skal þjóðinni treyst til að lesa og skilja 2000 síðna bálk sem vantanlega er ekki skrifaður á venjulegu mannamáli heldur byggð á fræðilegum útlistunum sem alls ekki allir eru færir um að skilja frá orði til orðs!! Látum nú finna fyrir okkur, almenningur í landinu skal láta ríkisstjórnina standa við dagsetningu þá sem þegar hefur verið ákveðin og ekkert múður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.