Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nýjar skoðanakannanir skelfa!

Það skelfir mig að sjá að  Samfylkingin virðist ætla að stíga upp úr þeim öldudal sem hún lengst af hefur verið í síðan í kosningunum 2003.  Ég bara trúi því ekki að kjósendur ætli að verðlauna þennan sundurleita hóp krata og komma sem ekki vita í hvern fótinn þeir eiga að stíga.  Hér með vara ég eindregið við því að fólk kjósi yfir sig I.Sólrúnu og hennar lið því þar með eru þeir hinir sömu að kjósa yfir sig ekki bara kaffibandalag heldur harðsvíraða og sundurleita VINSTRI stjórn með öllu því sem svoleiðis margra flokka stjórn fylgir. SPORIN HRÆÐA.  Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og sýnum og sönnum að við íslendingar vitum hvað við viljum en tökum ekki þátt í skandinavískri vísindakönnun um hvort þessir flokkar geti haldið á spilum heillar þjóðar. X-D

Kosningabaráttan og auglýsingar flokkana!

Það er virkilega athyglisvert að fylgjast með mælingum Capacent á auglýsingakostnaði flokkana fyrir þessar kosningar.  Það vekur strax athygli að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem minnst hefur eytt í auglýsingar fram til þessa.  Reyndar hafa nú allra síðustu daga birst sjónvarpsauglýsingar frá flokknum sem hljóta að tosa flokkinn aðeins upp á þessum lista Capacent. Það vekur einnig athygli að "kaffibandalagsflokkarnir" eru efstir á blaði yfir á flokka sem auglýsa mest.  Annars er þetta nú bara rugl, annars hvar er "kaffibandalagið"??.  Ég lýsi hér með eftir kaffibandalaginu, ekki til að styðja þá heldur af einskærri forvitni.  Vilja þeir flokkar sem eitt sinn mynduðu hið umtalaða bandalag ekkert við það kannast?  Ég sé ekki betur en þeir flokkar séu allir farnir að mæra Sjálfstæðisflokkinn, um leið og þeir af veikum mætti reyna að gagnrýna þann flokk sem tæp 70% landsmanna vilja sjá í ríkisstjórn.


Sjálfsánægð Samfylking

Sjálfsánægjan skín langar leiðir af Samfylkingunni í Reykjavík bæði út og suður og norður og niður. Það hlýtur að vera skemmtilegt að vera fylgismaður Samfylkingarinnar í Rvík núna, sjá alla endurnýjunina á listum flokksins, sérstaklega í sætum 20-22!!!  Til hamingju!!!  Okkur, sem ekki styðjum Ingibjörgu/Össur, hlakkar til kosninganna í vor og þessi listi eykur tilhlökkunina enn frekar .Flokkur sem stillir upp svona lista er ekki á leið til valda hvað svo sem líður þorsta forystumanna eftir völdum, það er nokkuð ljóst.

 

 


mbl.is Listar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum einróma samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin í Reykjavík-gamall listi ?

Þá er Samfylkingin í Reykjavík búin að birta framboðslista sína fyrir kosningarnar í vor.  Þetta hljóta að vera gífurleg vonbrigði fyrir þá sem trúðu Ingibjörgu og co er hún sagði að breytinga væri þörf.  Listinn samanstendur af fólki sem hún hefur opinberlega tjáð sig um að hún geti ekki treyst. Ömurleg tilraun til að vera nútímalegur kristallast í fléttum, þ.e. karl og kona skiptast á að skipa sætin.  Eftirfarandi upptalning sýnir best endurnýjun flokksins og segir okkur líka að stólarnir á alþingi eru ekki svo óþægilegir; Össur(hress en er tapari) Jóhanna (gamla lumman-hennar tími er liðinn)  Mörður??????? Helgi Hjörvar( það skásta)Steinunn Valdís (spennandi ekki satt-nýbúinn að tapa forystusætinu í borginni, tapaði svo borginni en er tilbúinn til að tapa aftur)  Ég nenni ekki að halda áfram upptalningunni en eru menn hissa á slöku gengi í könnunum? ég bara spyr.

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband