5.1.2007 | 06:25
Áramót 2006-2007
Áramótin þ.e. gámlárskvöld og nýársnótt voru sérlega ánægjuleg hjá mér og mínum að þessu sinni. Í faðmi fjölskyldunnar naut ég alls þess besta sem lífið býður upp á. Eftir að hafa farið í kirkjugarðinn og sinnt leiðum mömmu og pabba, kveikt ljós og tendrað á kertum hélt ég heim tilbúinn í kvöldið. Gamlárskvöld í logni og hita var framundan. Ásamt hluta af fjölskyldu konunnar átum við og drukkum, sprengdum bombur, kveiktum á blysum ásamt því auðvitað að horfa á ágætt skaup sjónvarpsins. Nýja árið gekk í garð með tilheyrandi sprengjum og fagnaðarlátum. Ég verð reyndar alltaf nokkuð meir á miðnætti og fyrstu mínúturnar á nýju ári. Með von í hjarta um gott og hamingjuríkt ár, væntingar í meðallagi fór ég að sofa, sáttur við flest það sem gamla árið innihélt um leið og ég setti það í möppu minningana.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.