11.5.2009 | 06:52
Varist vinstri slysin!!
Ný ríkisstjórn tekin við, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Plaggið sem forystumenn flokkanna sýndu í gær vitist heldur ómerkilegt. Innantómt hjal um ekki neitt. Hvar eru beinar aðgerðir til bjargar atvinnulífinu í landinu sem svo sannarlega er súrefnislaust og þyrfti á öndunarvél að halda. Beinar aðgerðir til bjargar þeim sem eru að missa húsin sín (ég kalla það að missa húsin sín þó bannað sé að selja þau á nauðung tímabundið), atvinnulausir sjá enga glóru í þessum sáttmála. Stærsta og nánast eina kosningamál Samfylkingarinnar, EB innganga og evru upptaka er hent í þingið og stjórnarandstaðan skal draga þá upp úr þeim forarpytti sem þeir voru komnir í. Vinstri grænir orðnir valdagráðugir og tilbúnir í allskyns málamiðlanir hvað varðar EB og væntanlega flest annað bara ef þeir komast til áhrifa. Ég fer ekkert í felur með það að mín skoðun er sú að þjóðstjórn með þáttöku aðila vinnumarkaðarins, lífeyrissjóða og fleiri aðila hefði verið eina raunhæfa leiðin til að skapa hér einhverja sátt, þjóðarsátt með þjóðstjórn. Þessi nýja (gamla) ríkisstjórn fær enga 100 hveitibrauðsdaga hún er búin með þá og skal nú bretta upp ermar og láta verkin tala en ekki kaffæra þjóðina í bulli um að þetta og hitt sé að koma, sé jafnvel komið en fólk bara fatti það ekki því það vanti kynningu á því. Síðasta vinstri stjórn lifði ekki lengi og ég hef ekki trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið, en við skulum sjá. Athyglisvert að þessir flokkar sem kennt hafa sig við jafnrétti skuli ekki treysta sér til að mynda ríkisstjórn með jöfnu hlutfalli kynjanna ekki síst nú þegar konum hefur fjölgað svo á þingi að nálgast helming þingmanna. Jafnrétti er bara í orði en ekki á borði en það er einmitt eins og svo margt hjá þessum flokkum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Slæmt ástand í borginni: Kastar upp vegna lyktar
- Ungverjar draga aðildina til baka
- Tala látinna í Mjanmar komin yfir þrjú þúsund
- Enginn vinnur í viðskiptastríði
- Mikið áfall fyrir hagkerfi heimsins
- Amazon gerir tilboð í TikTok: Bann yfirvofandi
- Tollastríð myndi veikja ríkið í vestri
- Tollar Trumps: Sjáðu listann
Spurt er
Á að leyfa blogg í skjóli nafnleyndar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.