8.5.2008 | 14:40
Borgarstjóri í mótsögn við sjálfan sig enn og aftur.
Það verður að seigjast eins og er að nýjustu fréttir úr Ráðhúsi Reykjavíkur vekja furðu og reyndar finnst mér ráðning Jakobs Frímanns Magnússonar í hróplegu ósamræmi við fyrri yfirlýsingar borgarstjóra. Eftir að hafa ´látið stór orð falla um nýtingu fjármuna sem væru skattpeningar borgaranna og að nú þurfi að sýna ráðdeild og sparnað ásamt því að koma í veg fyrir útþenslu stjórnkerfis borgarinnar þá kemur þessi ráðning í besta falli eins og blaut tuska framan í Reykvíkinga og reyndar alla landsmenn. Ég hef reynt að vera stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem hefur reynt á þolrifin eins og þeir hafa hagað sér, geri mér grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að axla ábyrgð á ráðningu Jakobs. Það er ekki hægt að víkja sér undan og benda bara á Ólaf, meirihlutinn allur ber hér ábyrgð. Jakob Frímann hefur orð á sér fyrir að vera drífandi og duglegur ásamt því að koma vel fyrir sem er auðvitað jákvætt fyrir þennan meirihluta,þ.e. að fá hann til liðs við borgarstjórnarflokkinn og ekki síst Ólaf sem hefur verið vandræðalega einangraður hefur mér fundist. Engu að síður er Ólafur borgarstjóri í hróplegri mótsögn við sjálfan sig með ráðningu á Jakobi og gera hann um leið að einum launahæsta starfsmanni Reykjavíkurborgar. Vonandi verður Jakob gerður að almannatengli (í hlutastarfi) fyrir meirihlutann því ekki hefur veitt af góðum PR-manni upp á síðkastið. Það hlýtur að vera hægt að semja um það við Jakob án þess að til komi aukagreiðsla úr borgarsjóði. Klaufaskapnum verður að linna!
Óánægja vegna launakjara Jakobs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fer nú tvennum sögum um Jakob varðandi dugnað, hann hefur vissulegar háleitar hugmyndir....en ég held að hann verði nú að vinna helvíti hratt og duglega fyrir tæpar 12 millur í árslaun...
Skaz, 8.5.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.