Bálreið Ingibjörg Sólrún á stöð 2

Eins og öllum ætti nú að vera kunnugt um þá var kosningaloforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar varðandi afnám og/eða breytingu á eftirlaunafrumvarpinu svokallaða í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.  Stöð 2 hefur verið að minna á kosningaloforð flokkana upp á síðkastið og m.a. spilað myndskeið þar sem Ingibjörg Sólrún lofar afnámi laganna og að það verði eitt af fyrstu verkum Samfylkingarinnar komist þeir til valda.  Um þetta var Ingibjörg spurð nú í fréttunum áðan og pirraðist kerlingin allsvakalega og svaraði fréttamanninum með skætingi.  Það er greinilegt að fréttamenn eiga ekki að spyrja óþægilegra spurninga þegar formaður Samfylkingarinnar á í hlut. Ég er stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar og þar með Ingibjargar Sólrúnar sem utanríkisráðherra en það fer í taugarnar á mér þegar ráðherrar og þingmenn geta ekki svarað fréttamönnum sem eru jú auðvitað bara að vinna vinnuna sína. Það skýtur líka svolítið skökku við að höfundur "UMRÆÐUSTJÓRNMÁLANNA" skuli helst ekki vera til umræðu um sín eigin kosningaloforð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það eru fá loforð sem halda við þessa ríkisstjórn en er það ekki lenska í okkar þjóðfélagi. Allir gleyma þegar þeir komast til valda og haga ser eins og þeim sýnist. Ráðstafa okkar peningum eins og þeir eigi þá alla.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.5.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Jú væntanlega er það alveg rétt hjá þér.

Jóhann Hannó Jóhannsson, 8.5.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband