Einn trukkur = Níu þúsund fólksbílar....ef miðað er við slit!!

Í skriflegu svari samgönguráðherra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins kemur fra að ein ferð flutningabíls (trukks) slítur veginum álíka mikið og níu þúsund ferðir á venjulegum fólksbíl!!  Einnig kom fram að væri trukkurinn með tengivagn mætti aka fólksbílnum tólf þúsund ferðir og slíta veginum jafnmikið og í einni ferð trukksins.  Skv. svarinu má rekja þennan gríðarlega mun til þess að við ákveðin þyngdarmörk margfaldast áhrifin á burðarþol vegarins.  Einnig kemur fram að þetta geti þó verið eitthvað mismunandi eftir vegum og búnaði ökutækjanna.  Þetta svar hlýtur að kalla á fjölmargar spurningar og nú reynir á þingmanninn að fylgja fyrirspurninni eftir og fá nákvæmari útlistanir á þessu máli.  Gæti ein spurningin hljóðað eitthvað á þessa leið?; Þarf að leggja sérstakt gjald á þá trukka sem slíta vegunum mest?  eða ætti að minnka álögur á bíla eftir því hve mikið þeir slíta vegunum.  Það hlýtur að veikja málsstað "trukkabílstjóranna" að fá þessar upplýsingar upp á borðið akkúrat núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband