7.5.2008 | 16:30
Einn trukkur = Níu þúsund fólksbílar....ef miðað er við slit!!
Í skriflegu svari samgönguráðherra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins kemur fra að ein ferð flutningabíls (trukks) slítur veginum álíka mikið og níu þúsund ferðir á venjulegum fólksbíl!! Einnig kom fram að væri trukkurinn með tengivagn mætti aka fólksbílnum tólf þúsund ferðir og slíta veginum jafnmikið og í einni ferð trukksins. Skv. svarinu má rekja þennan gríðarlega mun til þess að við ákveðin þyngdarmörk margfaldast áhrifin á burðarþol vegarins. Einnig kemur fram að þetta geti þó verið eitthvað mismunandi eftir vegum og búnaði ökutækjanna. Þetta svar hlýtur að kalla á fjölmargar spurningar og nú reynir á þingmanninn að fylgja fyrirspurninni eftir og fá nákvæmari útlistanir á þessu máli. Gæti ein spurningin hljóðað eitthvað á þessa leið?; Þarf að leggja sérstakt gjald á þá trukka sem slíta vegunum mest? eða ætti að minnka álögur á bíla eftir því hve mikið þeir slíta vegunum. Það hlýtur að veikja málsstað "trukkabílstjóranna" að fá þessar upplýsingar upp á borðið akkúrat núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Spurt er
Á að leyfa blogg í skjóli nafnleyndar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.