26.4.2008 | 21:20
HAUKAR meistarar---HSÍ til skammar
Fylgdist með frekar bragðdaufum og tilþrifalitlum handboltaleik í sjónvarpinu í dag. Þar áttust við lið Hauka sem voru orðnir íslandsmeistarar og lið Aftureldingar sem voru þegar fallnir niður um deild. Eftir að hafa fylgst með úrslitakeppni körfuknattleiksmanna sem var að ljúka þá verður maður verulega hugsi. Á þessum tveimur lokaköflum í sitthvorri íþróttagreininni sést glögglega hvernig á að gera íþróttir aðgengilegar , skemmtilegar og spennandi fyrir áhorfendur og leikmenn og svo aftur hvernig hægt er nánast að drepa niður allan áhuga á íþrótt sem þó er nánast þjóðaríþrótt okkar íslendinga. Íslandsmótið í handbolta eins og það er spilað nú er forystu HSÍ til skammar og ef félögin undir forystu HSÍ gera ekki eitthvað til að breyta keppninni eru dökkir dagar framundan í íslenskum handknattleik. Aftur á móti eiga Körfuknattleikssambandið og allir þeir sem að leikjum í Iceland express deildinni koma mikinn heiður skilið fyrir frábæra umgjörð um mótið í vetur ásamt því að Stöð 2 sport (SÝN) gerði sitt til að fullkomna gott mót og frábæra úrslitakeppni. Hvílíkur reginmunur að sjá Haukana taka á móti sínum bikar í dag eða Keflvíkingana taka við sínum sigurlaunum í vikunni sem leið. Það var alveg eins og svart og hvítt. Að lokum þetta; HSÍ upp með sokkana, girðið ykkur í brók og gerum handboltanum jafn hátt undir höfði og hann á skilið.
ps. óska að sjálfsögðu Haukum og Keflvíkingum innilega til hamingju!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.