26.4.2008 | 08:59
Er Sturlu trukkara treystandi??
Eftir að hafa orðið vitni að því er Sturla laug til um og sneri baki við eigin liðsmanni hlýtur maður að vera farinn að efast um trúverðugleika mannsins. Í þessari frétt og víðar ber hann við álagi og spennu sem mér persónulega finnst heldur ódýr afsökun fyrir því að þekkja ekki vinnufélaga og einn nánast samstarfsmann í mótmælunum. Þetta er farið að bitna á konu hans og börnum segir Sturla, vissulega er það ekki gott en gerir hann sér ekki grein fyrir því að þetta hefur bitnað á þúsundum samborgara Sturlu, þetta hefur bitnað á lögreglunni almennt við önnur skyldustörf, þetta hefur líka bitnað persónulega á nokkrum lögreglumönnum sem hafa slasast en samt, samt klykkir hann út með því að haldið verði áfram ólöglegum mótmælum. Ekki virðist vera brjálað að gera í vinnunni hjá karlinum því ekki liggur honum neitt á að sækja bílinn, þó ekki væri nema til að láta meta skemmdirnar á honum og koma bílnum svo í vinnuhæft ástand. Ég held að Sturla og hinir trukkararnir ættu að hætta að leika sjónvarpsstjörnur og fara að vinna eins og íslendingum sæmir. Ekki má heldur gleyma því að samúð og stuðningur fólks er fokinn út í veður, vind og Rauðavatn.
Íhuga að kæra lögregluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Andlát: Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
- Bændur fái einn milljarð í styrk
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
Spurt er
Á að leyfa blogg í skjóli nafnleyndar?
Athugasemdir
Ég held nú að vandamálið sé að þessir landar okkar fóru of geist í fjárfestingum þegar hægt var að fá lán fyrir öllu. Þeir eru reyndar ekkert einir um það. Nú er vinnan eitthvað að minnka, afborganir hækkað vegna gengisfallsins og stórhækkun eldsneytis þar ofaná. Gæti best trúað að Sturla vildi bara ekkert bílinn aftur. Vonast sennilega til að geta rift samningnum við Lýsingu, látið Lýsingu reyna að sækja bætur til löggunnar og sloppið þannig undan þeim skuldaklafa sem hann hugsanlega er kominn í. Það geta ekki verið neinar smá upphæðir sem þarf að greiða á mánuði af svona tæki.
Ef fyrirhyggjan hefur ekki verið mikil við fjárfestinguna er líklegt að hún hafi ekki verið meiri við gerð verksamninga og engar tengingar á taxta við hækkanir á tilkostnaði. Þá eru þessir menn í slæmum málum en menn hafa nú farið á hauinn hér áður án þess ráðast á almenning.
Landfari, 26.4.2008 kl. 10:39
Sammála og held ég að best færi á því að bílstjórarnir hættu þessum fíflagangi og einhverjir sem treystandi er til héldu þeim áfram ef vilji einhverja er fyrir því.
Jóhann Hannó Jóhannsson, 26.4.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.