Pólverjar og annað gott fólk

Ég hlustaði á viðtal við Bubba nú vikunni sem er að líða, viðtal sem tekið var í tilefni tónleika sem hann stendur fyrir nú í næstu viku.  Bubbi sagði að ástæða þess að hann léti í sér heyra væri meint útlendingahatur, stofnun einhverrar síðu gegn útlendingum(Pólverjum) og honum fyndist málið komið á alvarlegt stig. Uppspretta þess ástands sem er að skapast er að mínu viti fáfræði og barnaskapur þeirra sem hæst láta.  Bubbi talaði um að foreldrar þyrftu að setjast niður með börnum sínum (og unglingum) og ræða málin, fá þau til að tjá sig og fræða þau um málið.  Þarna held ég að Bubbi hafi hitt naglann á höfuðið eins og oft áður.  Það að setjast niður í rólegheitunum og ræða málin við unga fólkið er eitthvað sem of lítið er gert af að mínu mati. Heyra skoðanir þeirra er erfa skulu land, leiðrétta ef þarf en umfram allt ræða málin.  Það að setja alla útlendinga undir sama hatt er álíka heimskulegt og að setja alla íslendinga undir sama hatt, þeir eru vitaskuld misjafnir eins og við.  Ég hef kynnst Pólverjum sem hingað eru komnir til að vinna og eru þeir upp til hópa ákaflega kurteisir og duglegir. Ég skal alveg viðurkenna að ég er örlítið kvíðinn vegna þess atvinnuástands sem virðist vera að skapast.  Nú er fleira fólk að leita sér að vinnu en áður því einhver fyrirtæki hafa verið að fækka fólki og eins hafa stór verk klárast, þar losnar um mannskap bæði íslendinga og útlendinga.  Á þessum tíma fyrir ári gekk lítið að fá fólk í  vinnu en nú getur maður valið úr fólki. Á mínum vinnustað er ekki gerður greinarmunur á því hvaðan þú kemur er laun eru ákvörðuð, þ.e. ekki er ódýrara að ráða útlending í vinnu.  Þar kemur mergur málsins, ef ég þarf að velja á milli íslendings annars vegar og t.d. pólverja hins vegar til að sinna verkamannavinnu er valið auðvelt, ég réði pólverjann!! Kurteisan, stundvísan og vinnusaman sem kominn er til fjarlægs lands eingöngu til að vinna og vill sanna sig. Á móti get eg nefnt ungan íslending sem á erfitt með að vakna á morgnana, hugsar sem svo " ef ég stend mig ekki hér þá fer ég bara annað".  Því miður virðist þessi hugsunarháttur vera orðinn mjög algengur meðal ungra íslendinga því þeir þekkja ekkert annað en næga vinnu sé að fá og tryggð við vinnuveitandann skipti engu máli.  Ég hef fengið til vinnu 18 ára einstakling sem hafði verið á vinnumarkaði í tvö ár, á skattkorti þessa einstaklings voru stimplar 19 fyrirtækja, þ.e. hann hafði unnið og hætt eða verið rekinn frá 19 fyrirtækjum á tveimur árum.  Ég ræddi þetta við hann en honum fannst þetta lítið mál. Ég kvíði því þegar þessir ungu menn fara að ganga um atvinnulausir en Pólverjarnir eru í vinnu eingöngu vegna eigin verðleika ekki vegna þess að ódýrara sé að hafa þá í vinnu.  Þá er hætta á að upp á yfirborðið komi ósætti og jafnvel kynþáttahatur.  Við þessu þarf að bregðast og er Bubbi gott dæmi um mann sem ryður brautina, braut fræðslu og fordómaleysis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband