13.2.2008 | 22:48
Gísli Marteinn góður í Kastljósi
Horfði á Gísla Martein og Dag í Kastljósinu í kvöld og var bara nokkuð hrifinn. Í fyrsta skipti síðan þessi borgarstjórnarmeirihluti var myndaður kom sjálfsöruggur Sjálfstæðismaður fram í fjölmiðli. Upp á síðkastið hafa nefnilega sjálfstæðismenn sem gefið hafa færi á sér verið í bullandi vörn og látið pólitíska andstæðinga leika sér að þeim. Fréttamenn hafa farið offari og sjálfstæðismenn látið bjóða sér það ítrekað. Það virðist t.d. komið á einhverskonar hanaat í Kastljósnu þar sem Helgi Seljan og Sigmar hafa reynt að toppa hvern annan í dónalegri framkomu og lélegri og öfgafullri fréttamennsku sem ekkert skilur eftir sig. Gísli Marteinn lét ekkert teyma sig í kvöld heldur svaraði fyrir sig á málefnalegan hátt án málalenginga. Það sama verður ekki sagt um viðmælandann Dag B sem virðist fyrirmunað að svara einni einustu spurningu nema með furðulegum málalengingum og orðskrúði. Þegar Dagur hefur lokið sér af við að svara spurningu eru flestir búnir að gleyma um hvað var spurt!! Greinilegt að Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru að ná áttum svo vonandi getur borgarstjórn öll nú snúið sér að verkefnum dagsins, stjórn borgarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg álít þú hafir verið að horfa á annan þátt en sýndur var í sjónvarpinu í kvöld, en í þeim þætti svaraði Gísli nær engri spurningu, heldur fór með gamal kunna frasa. Hann gat ekki einu sinni svarað hvort hann styddi Vilhjálm, né sagt beint út hann styddi ekki Hönnu og hefði hug á sjálfur á borgastjórastólnum.
haraldurhar, 13.2.2008 kl. 23:01
Hrokafullur og yfirgangssamur var hann, fannst mér.
Marta B Helgadóttir, 13.2.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.