12.2.2008 | 22:37
Reykjanesbrautin--Vegagerðin--HÆTTA!!
Það var fyrst og fremst fyrir tilstilli nokkurra ákveðinna einstaklinga, þolinmæði þeirra og þrautseigju sem tvöföldun Reykjanesbrautarinnar varð að veruleika, þ.e. sá hluti hennar sem búið er að klára. Nú aftur á móti er allt stopp, endahnúturinn er eftir og virðist ætla að dragast langt fram á haust. Ástæðan er sú að verktakinn sem sá um framkvæmdina sagði sig frá verkinu að því að mér skilst vegna bágrar fjárhagsstöðu. Ekki tókust samningar við undirverktaka og því þarf allt verkið (það sem eftir er) að fara í útboð að nýju. Mikil vinna er að taka út það sem búið er og finna út hvað eftir er svo nýjustu fregnir herma að framhald framkvæmda er ekki á næsta leyti! Reykjanesbrautin er stórhættuleg slysagildra eins og hún er nú, með þrengingum og hálfköruð er hún jafnvel verri og hættulegri en nokkru sinni, ekki síst í því tíðarfari sem ríkt hefur langtímum saman í vetur. Ég skora á Vegagerðina að girða sig í brók og finna lausn á þessu máli og drífa verkið af stað með öllum tiltækum ráðum áður en til stórslyss kemur með þeim hörmulegu afleiðingum sem við þekkjum. Fyrir utan ófremdarástandið á framkvæmdunum eða öllu heldur framkvæmdaleysinu þá er lýsing brautarinnar sér kapítuli út af fyrir sig. Meira og minna í allan vetur hafa stórir kaflar verið óupplýstir svo dögum skiptir og þegar einn kafli er lagaður dettur annar út. Staurarnir eru nýir svo þetta er mér með öllu óskiljanlegt af hverju er ekki hægt að halda úti lýsingu á Reykjanesbrautinni. Er kannski annar verktaki í fjárhagsvandræðum sem sér um að viðhalda lýsingunni og ræður ekki við verkefnið. Komum hlutunum í lag á Reykjanesbrautinni strax!!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.