9.2.2008 | 06:09
Hundahald í Reykjavík
Eitt sinn var það svo að ekki var hægt að gerast hundaeigandi í Reykjavík nema gerast brotlegur við lög þvíhundahald var bannað og nánast engar undantekningar voru frá því banni. Við sjálfstæðismenn höfum einhverra hluta vegna verið duglegir við að halda hunda og ekki síst framámenn í flokknum og oft hefur hundur stjórnmálamanns jafnvel verið jafn þekktur í þjóðfélaginnu og stjórnmálamaðurinn sjálfur. Þessir menn fengu því blessunarlega framgengt að hægt er að halda hund löglega hér í Rvík. Hundahald er bannað að nafninu til held ég en allir sem uppfylla ákveðin skilyrði fá til þess leyfi og greiða fyrir það árgjald. Gott mál. Meðal okkar hundaeigenda gildir sú regla að þú ferð ekki út með hundinn öðruvísi en með þar til gerða poka í vasanum svo maður geti þrifið upp eftir hundinn ef honum verður brátt í brók. En þarna eru samt alltof mikil vanhöld á, þ.e. eig. þrífur ekki upp eftir hundinn skítinn. Sérstöku svæði var úthlutað af miklum rausnarskap af borginni þar sem má sleppa hundum lausum, það er Geirsnefið (skírt í höfuðið á borgarstjóra sjálfstæðisflokksins hér áður). Nú er svo komið að fjöldinn allur af hundaeigendum lætur ekki sjá sig á Geirsnefinu vegna sóðaskapar og sýkingarhættu sem stafar af hundaskít út um allt. Allt of margir hundaeigendur sleppa hundunum lausum og leyfa þeim að hlaupa en fara ekki út úr bílunum sjálfir og hreinsa þar af leiðandi ekki neitt. Einnig er til háborinnar skammar að sjá eig. hunda henda þeim út úr bílnum og láta þá svo hlaupa á eftir bílnum á veginum, þetta hef ég oft séð á Geirsnefinu og víðar, m.a. upp við Rauðavatn. Þetta er hundaeiganda til háborinnar skammar og ætti aldrei að sjást! Hundaeigendur í Reykjavík, takið ykkur tak , hreinsum upp eftir hundana. Af gefnu tilefni skal taka fram að langflestir eigendur hunda eru til fyrirmyndar hvað þetta varðar en hitt er alltof algengt og skemmir fyrir okkur sem þrífum ALLTAF upp eftir þessa bestu vini okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.