5.2.2008 | 03:53
Ráðvilltur Birkir Jón Jónsson
Dæmalaus færsla birtist hér á mbl.blogginu eftir þingmanninn Birki Jón Jónsson þar sem hann gerir tilraun til að gagnrýna Geir Haarde og meint skoðanaleysi hans ásamt fullyrðingum um að hann hafi enga stjórn á "sínu fólki". Þau ummæli að GH sé skoðanalaus í gjaldmiðilsmálum dæma sig sjálf, þeir sem eitthvað fylgjast með vita að GH hefur aldrei skorast undan umræðu um þau mál, en hann hefur bent á að sumt af því sem rætt hefur verið um sé einfaldlega ekki tímabært að ræða. Það að formaður og varaformaður sjálfstæðisflokksins séu ósammála um hvort fyrirtæki fái að gera upp í evrum er bara ekki rétt. Bæði hafa sagt að þau séu því meðmælt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, enda gera lögin ráð fyrir því. Vera má að skiptar skoðanir séu í sjálfstæðisflokknum á því hvort lögunum skuli breyta og auðvelda þar með fyrirtækjum þeim er það vilja að gera upp í evrum eða öðrum gjaldmiðli t.d. dollar. Reyndar held ég að flokkarnir allir séu meira og minna klofnir þegar talið berst að evru eða aðild að evrópusambandinu. BJJ hneykslast á því að Geir hafi enga stjórn á sínu fólki, þetta segir hann væntanlega vegna þess að þingmenn í sjálfstæðisflokknum hafi mismunandi skoðanir og þora að láta þær í ljós bæði í orði og á borði. Reyndar finnst mér BJJ vera að kasta grjóti úr glerhúsi því eitthvað virðist mér vanta upp á stjórnina innan Framsóknarflokksins þar sem hjaðningarvígin ganga á víxl og menn virðast tilbúnir til að stinga hvorn annan í bakið við minnsta tilefni. Ég held að Birkir Jón Jónsson ætti að hafa meiri áhyggjur af stjórnleysi og innanflokksátökum í Framsóknarflokknum því þar virðast menn ákveðnir í að gera flokkinn marklausan í íslenskri pólítík enda sýna kannanir undanfarna daga að fylgi við flokkinn er í frjálsu falli enda flokksmenn að eyða honum innan frá með illindum og deilum hvort heldur er á sveitarstjórnarstiginu eða í landsmálunum. Birkir Jón; gagnrýni á rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg annars hætta menn að taka mark á þeim er halda fram þannig málflutningi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Spurt er
Á að leyfa blogg í skjóli nafnleyndar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.