3.2.2008 | 23:36
Björn Bjarnason-frábært Silfur......
Í dag horfði ég á Silfur Egils eins og vanalega og viti menn, þátturinn með þeim bestu í langan tíma. Hvers vegna? Jú eftir umræðurnar sem þátturinn hefst alltaf á kom lítið og frekar lélegt innskot um álit mannrétindanefndarinnar um kvótakerfið en svo kom rúsínan í pylsuendanum, frábært viðtal Egils við dómsmálaráðherra Björn Bjarnason. Það var gaman að fylgjast með þessum tveimur reynsluboltum hvor á sínu sviði í einu besta viðtali Egils í langan tíma. Egill auðsjáanlega í góðu formi og hafði gaman af og Björn Bjarna svaraði blátt áfram án þess að reyna að víkja sér undan. Björn er sagður afar duglegur og vinnusamur ráðherra enda verða hans ráðuneyti oftar en ekki mikið í umræðunni , sbr. menntamálaráðuneytið og svo dómsmálaráðuneytið núna. Björn Bjarnason er maður skoðana, það fer ekki fram hjá neinum en hann er líka maður framkvæmdanna. Góður ráðherra þar á ferð. Orð hans um stjórnun borgarinnar og þessa veiku meirihluta sem stjórnað hafa á kjörtímabilinu voru líka athyglisverð. Okkur vantar fleiri menn eins og Björn Bjarnason.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.