2.2.2008 | 03:01
Birkir Jón Jónsson og óvinsældirnar allt í kringum hann.
Það hefur verið sérlega áhugavert að fylgjast með Birki Jóni Jónssyni þingmanni framsóknarflokksins undanfarna daga tjá sig um óvinsælan meirihluta í Rvík, fylgið sé að hrynja af hinum og þessum og flokkar, t.d. sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að gjalda þess að hafa komist til áhrifa á ný í borginni. Ekki víkur þingmaðurinn einu einasta orði að hrikalegri stöðu framsóknarflokksins, sem virðist hreinlega vera að þurrkast út skv. þeim skoðanakönnunum sem Birkir Jón vitnar til. Fylgi við framsóknarflokkinn er semsagt í sögulegu lágmarki, og þarf þó nokkuð til, flokkurinn logar í innbyrðis deilum, hver þungaviktarmaðurinn af öðrum flýr úr flokknum undan árásum eigin liðsmanna, á þetta jafnt við um sveitarstjórnarstigið og landsmálin. En háttvirtur þingmaður Birkir Jón Jónsson hefur mestar áhyggjur af hugsanlegu fylgistapi sjálfstæðisflokksins. Maður líttu þér nær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Spurt er
Á að leyfa blogg í skjóli nafnleyndar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.