31.1.2008 | 02:19
Snjómokstur í höfuðborginni óviðunandi.
Undanfarið hefur dálítið snjóað hér í höfuðborginni, gengið á með éljum. Um aðalgöturnar þeytast stórir vörubílar með snjótönn og saltdreyfara aftast á trukknum. Gengdarlaus saltaustur á aðalgötunum er verulega farin að fara í taugarnar á mér og hitt að húsagötur og aðrar minna eknar götur eru varla mokaðar. Eins og staðan er í dag þá er saltpækillinn á aðalgötunum griðarlegur en götur eins og t.d. gatan sem ég bý við , Ljósheimar, ekki verið mokuð nema reyndar gangstéttar og göngustígar sem virðast mokaðir reglulega ef svo ber undir. Minnka þarf saltnotkunina á aðalgötunum og síðan þurfa borgaryfirvöld heldur betur að girða sig í brók varðandi snjómokstur á minna eknum götum. Að mínu mati er snjómokstur húsagatna í skötulíki og þarf að batna verulega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.