30.1.2008 | 10:35
Guðmundur í BYRGINU dæmdur?
Var að enda við að horfa á Kompás þáttinn síðan í gær. Í þættinum er farið yfir hið svokallaða Byrgismál sem virðist ætla að verða andstyggilegra eftir því sem það er meira rannsakað. Hreinn og beinn hryllingur! En það sem sló mig er það að mér finnst Kompásmenn hreinlega dæma manninn í þættinum. Vissulega er útlitið svart fyrir GUÐmund en engu að síður er einungis bara búið að ákæra manninn en dómstólar eiga eftir að dæma í málinu. Einhverjum kærum var vísað frá enda tilbúningur að því er sagt er. Kompásmenn eiga hrós skilið en þeir verða að passa upp á að dæma ekki heldur verða þeir að gæta hlutleysis alla leið. Það hefur vantað þátt á borð við Kompás og að mínu viti hafa þeir gert margt og mikið mjög vel en þurfa að passa trúverðugleikann því ekkert er dýrmætara. Þátturinn "60mín" er frábært dæmi um þátt sem ekki stígur feilspor og vönduð og trúverðug fréttamennska höfð að leiðarljósi. Áfram KOMPÁS!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.