28.1.2008 | 14:16
Borgarstjórinn og fordómarnir!
Eftir að hafa hneykslast á illu umtali og óvæginni spaugstofu um helgina og eftir að hafa lesið drottningarviðtöl dagblaðanna við Ólaf og eftir að hafa hlustað á hann hjá Sigmundi í mannamáli setti mig nánast hljóðan. Er það virkilega borgarstjórinn sjálfur sem er fordómafyllstur gagnvart geðsjúkdómum og því að kalla þá sínu rétta nafni. Ólafur fór eins og köttur í kringum heitan graut um helgina og kallaði þunglyndi nöfnum eins og niðurdreginn og eitthvað slíkt. Þetta finnst mér veikleiki hjá Ólafi, hann á auðvitað að koma til dyranna eins og hann er klæddur og kalla hlutina þeim nöfnum sem þeir heita. Ef hann er eins hress og hann vill vera láta þá á hann að sýna það og sanna með framkomu sinni og hætta að kveinka sér eins mikið og hann hefur gert. Í þeim viðtölum sem hann hefur gefið kost á í sjónvarpi hefur hann verið dálítið eins og dæmdur maður og ekki brugðið fyrir eins og einu brosi. Ólafur og þið hin í meirihlutanum sýnið nú örlitla gleði og takið hraustlega til hendinni við stjórn borgarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
Spurt er
Á að leyfa blogg í skjóli nafnleyndar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.