Sjúkrahústengd heimaþjónusta, (heimahjúkrun)

Ég get ekki orða bundist þegar ég heyri rætt um niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni, minnka þjónustu hér og færa einhverja þjónustu til og loka svo bara deildum??  Þetta er það sem er oftast í umræðunni þegar talað er um aðhald og sparnað á sjúkrahúsunum.  Oftast finnst mér eins og læknar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk sé ekki með í þessum ákvarðanatökum heldur virðast þetta vera ákvarðanir teknar í háum fílabeinsturnum.  Það að hjúkra sjúklingi inn á deild er gríðarlega kostnaðarsamt enda þjónustan á sjúkrahúsunum á heimsmælikvarða.  Ég held, og nú tala ég af reynslu, að sjúklingavæðingin sé orðin alltof mikil.  Ég nefni sem dæmi sjúkling sem kemur nokkuð hress inn til innlagnar, þarf samt til dæmis lyfjagjöf 2-3 yfir daginn.  Þessi sjúklingur er tekinn og háttaður niður í rúm, teknar af honum skýrslur osfrv.  Hann var á fótum, jafnvel að vinna og gat sinnt flestu eða öllu sem sinna þarf í daglegu lífi. Þessi "sjúklingur " er svo jafnvel farinn að hringja bjöllunni ef honum vantar vatn og lætur færa sér í rúmið, hann er semsagt orðinn sjúklingur í þar til gerðum búningi (náttföt sjúkrahússins).  Það sem ég er að benda á er að starfandi er á sjúkrahúsunum svokölluð "sjúkrahústengd heimaþjónusta"  Þar fer fram stórkostlegt starf unnið af færustu hjúkrunarfræðingum sem keyra á milli heimahúsa og sinna fólki af alúð.  Kostnaður ríkisins af sjúklingi sem getur verið heima og fengið hjúkrun, lyfjagjafir, sáraskipti osfrv. er klárlega aðeins brot af þeim kostnaði sem kostaði að hafa viðkomandi inn á sjúkrahúsinu, fyrir utan það að sjúklingurinn er heima hjá sínum nánustu.  Með eflingu heimaþjónustunnar gætu klárlega sparast umtalsverðar fjárupphæðir fyrir utan það að þeir sem virkilega þurfa að leggjast inn kæmust fyrr inn til lækninga en væru ekki í einhverri biðröð.  Ég hef notið heimahjúkrunar oft og getað jafnvel stundað mína vinnu og verið virkur þjóðfélagsþegn þó eitthvað bjáti á heilsufarslega, þökk sé sjúkrahústengdu heimaþjónustunni og því frábæra fólki sem þar starfar.--meira um þetta síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband