Spaugstofan skammist sín!!

Mér og minni fjölskyldu ofbauð virðingarleysi spaugstofumanna í gærkveldi algerlega og nú finnst mér tímapunkturinn kominn, gefum spaugstofunni frí. Það að gera veikindi nýja borgarstjórans að aðalskemmtiefni þáttarins er högg fyrir neðan beltisstað, algerlega út í hött.  Aðgát skal höfð í nærveru sálar eru orð sem menn þurfa ætið að hafa í huga.  Ólafur á fjölskyldu, Ólafur á börn , Ólafur á vini og það hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir þá sem standa honum næst að horfa upp á hvernig veikindin eru sett í forgrunn.  Ég hef verið aðdáandi spaugstofunnar lengi en nú lögðust þeir og lágt, alltof lágt.  Réttast væri að þeir bæðust afsökunar og færu svo í frí.. langa fríið.  Þátturinn var vel unnin eins og venjulega, gervin hrein listaverk en innihaldið sveið og nísti inn að hjarta að horfa upp á þetta.  Ekki sparka í liggjandi mann, það hefði verið af nægu að taka til að grínast með án þess að setja erfið veikindi í forgrunn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átta mig ekki á viðbrögðunum hjá þér.  Er eitthvað að Ólafi ?  Er Ólafur ekki opinber persóna sem skeiðar fram á vígvöllinn í þeim tilgangi einum að koma höggi á það starf sem unnið hefur verið sl. 100 daga í borginni ?  Ertu að gefa í skyn að Ólafur sé andlega sjúkur, haldinn einhverjum ranghugmyndum og "paranoju" og beri því að hlífa ?  Er það tilfellið ef svo er að Sjálfstæðismenn í borginni séu að misnota sér andleg veikindi einstaklings til að fullnægja valdagræðgi sinni ?   Ef Ólafur er ekki veikur þá er ekkert að því að gera smá grín að honum.  Ef ekkert er að Ólafi finnst mér að þú og þín fjölskylda ættuð að leita ykkur aðstoðar hjá fagfólki.  Það er ekki hægt að bjóða sjálfum sér og/eða öðrum uppá svona ranghugmyndir. 

Áhorfandinn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur er ekki liggjandi maður. Þvert á móti er hann kominn til starfa.  Mér finnst það vera þér Jóhann til vansa að hleypa inn á bloggið þitt óþveraskap undir nafnleynd eins og hér er fyrir ofan frá "áhorfaninn".

Sigurður Þórðarson, 27.1.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband