Laugavegurinn og kofaskriflin....

Jæja þá er borgin búin að tækla þessa kofa við Laugaveginn, aðeins sólarhring eftir að stjórn borgarinnar komst í hendur sjálfstæðismanna eru þeir búnir að afgreiða mál sem gamla meirihlutasamsuðan henti á milli sín og gátu ekki tekið ákvörðun um. Góð byrjun jafnvel þó þetta kosti borgina eitthvað þá var þetta mál sem þurfti að klára.  Ég held reyndar að laugavegsmálið sé nokkuð dæmigert fyrir getuleysi stjórnar sem samsett er úr mörgum flokkum og flokksbrotum með ákaflega ólíkar áherslur enda sýndi það sig að þeir Dagur og Björn Ingi gátu ekki leyst þetta mál.  Það að geta ekki einu sinni lagt fram sameiginlega stefnuskrá sýndi að grúppa þessara fjögurra flokka var ekki að gera sig.  Samfylkingin verður að fara að taka sig alvarlega og hætta þessu valdabrölti með flokkum sem þekkja ekkert annað en að tapa og að vera á móti og síðast en ekki síst eru margklofnir innan frá.  Laugavegsmálið er góð byrjun hjá nýjum meirihluta en nú verður fylgst með og krossað við loforðalistann sem liggur frammi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband