25.1.2008 | 08:15
Skrílslæti í Ráðhúsinu
Það var ömurlegt að fylgjast með beinni útsendingu í sjónvarpinu í gær og sjá skrílslæti bleyjudeildarinnar úr samfylkingunni og vinstri grænum ásamt skólakrökkum úr nágrenninu. Skrílslæti þessara krakka eru eitt en það að Dagur og Svandís komi fram og réttlæti þessa hegðun. Það að koma í veg fyrir að fundur borgarstjórnar geti farið fram er lítilsvirðing við lýðræðið og mætti gjarnan spyrja Dag, hvar eru umræðustjórnmalin nú?? Dagur missti lyklavöldin í gær en hann missti sig líka með ótrúlegum orðaflaum þar sem hann reyndi að réttlæta hegðan manna á pöllunum. Dagur á eftir að jafna sig og sjá að nýr meirihluti var myndaður skv. lögum og reglum og jafnvel þó menn séu spældir þá mega þeir ekki missa sig. Ábyrgir stjórnmálamenn ættu að fordæma hegðan sem þessa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr.
Snorri Bergz, 25.1.2008 kl. 08:20
skrílslæti bleyjudeildarinnar úr samfylkingunni og vinstri grænum ásamt skólakrökkum úr nágrenninu
þú ert bara öfundsjúkur því þroski þinn er á svo frumstæðu stigi (ætti að vera rannsóknarefni), einsog þessi orð þín sanna. Nei svona í alvöru talað, hversu sorglegt þarf fólk að vera til að láta frá sér svona bloggfærslu? á skalanum 99-100?
halkatla, 25.1.2008 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.