Björn Ingi og geislabaugurinn!!

Það er greinilega farið að flæða undan Birni Inga innan borgarstjórnarflokksins í Reykjavík og merkilegt nokk, hann er farinn að gera sér grein fyrir því.  Svandís Svavarsdóttir er loksins vöknuð úr dáinu/þagnarbindindinu sem hún hefur verið í síðan hún og Alfreð Þorsteinsson sprengdu meirihlutann í loft upp með dyggri aðstoð fyrrverandi borgarstjóra ásamt borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna sjálfra.  Björn Ingi reynir nú með öllum tiltækum ráðum að bjarga eigin skinni og dregur hina óliklegustu menn inn í umræðuna og velta ábyrgð yfir á hina og þessa menn.  Honum er ekkert heilagt í þeim málum.  Í örvæntingarfullri leit sinni að geislabaug til eigin nota dregur hann Geir Haarde nú inn í umræðuna og segir hann hafa vitað eitthvað um samruna REI/Geysir.  Ég bara spyr : Vissi formaður Framsóknarflokksins um samrunann?  Ef Geir vissi að til stæði að sameina fyrirtækin með öllum þeim göllum sem á samningunum voru, er Björn Ingi þá saklaus??  Af hverju spyrja blaða og fréttamenn ekki að því?  Hvað vissu formenn hinna flokkanna fyrir fundinn umrædda og hvað vissu þeir eftir hann??  Hvað vita þeir í dag?  Eru fjölmiðlamenn orðnir leiðir á málinu?? Það er greinilegt að meirihlutinn hangir á bláþræði.  Dagur B Eggertsson er alltaf tilbúinn til að leiða fréttamenn út um græna grundu ef minnst er á málið, talar um allt milli himins og jarðar en svarar aldrei neinni spurningu, hann kæfir viðmælendurna í endalausu orðagjálfri.  Hvar standa menn, hver fyrir sig í meirihlutanum í Rvík, í afstöðu sinni til þessa stóra máls og hvar standa þeir í afstöðu sinni til Björns Inga??  Svar óskast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband