31.10.2007 | 06:17
Bjór og léttvín í matvöruverslanir.
Ótrúlegur tvískinnungur og fáfræði virðist einkenna umræðuna í þjóðfélaginu um þetta frumvarp sem nú er lagt fram eina ferðina enn. Gera menn sér ekki grein fyrir því að "ríkið" hefur fjölgað útsölustöðum á áfengi um rúm 100 % á fáum árum. Aðgengið er orðið þannig að bensinstöðvar, barnafataverslanir, matvöruverslanir og fleiri aðilar eru að selja áfengi út um allt land. Í nafni einkasölu og einokunar þenst "ríkisáfengisverslunin" út og hagar sér í flestu eins og um einkafyrirtæki væri að ræða. Þeir auglýsa á stöndum fyrir utan verslanir, "sumarvín" , "tilboðsvín", "villibráðarvín" osfrv. Þeir gefa út bæklinga, halda úti vefsíðu og svo mætti lengi telja. Hættum þessari hræsni, styðjum frumvarpið og förum að haga okkur eins og menn. Með fullri virðingu fyrir áfengisvandamálunum sem vissulega eru fyrir hendi, en forsjárhyggja hefur aldrei reynst vel og er ég sannfærður um að bætt aðgengi að áfengi með skýrum reglum um framkvæmdina er ekkert annað en þjónusta fyrir siðmenntaða þjóð. Það hefur verið gagnrýnt að heilbrigðisráðherra okkar Guðlaugur Þór styður frumvarpið, sagður eini heilbrigðisráðherrann á byggðu bóli sem þetta gerir. Það skal tekið fram að Guðlaugur Þór hefur árum saman lagt frumvarpið fram sjálfur og hefur verið drjúgur talsmaður einkarekstrar og af hverju ætti hann að hætta því þó hann hafi ákveðið að taka við þessu ráðherraembætti. Það að Gulli hafi pólitískt þor til að halda fram sannfæringu sinni ber vott um stjórnmálamann sem þorir. Ég lýk þessum pistli með ósk um að frumvarpið fari í gegn um alþingi án þess að andstæðingar þess fari að halda uppi málþófi sem þó virðist vera æðsti draumur Ömma og félaga í vinstri grænum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.