23.10.2007 | 09:21
Ræðukeppni Grunnskólanna
Fór í gærkvöldi á ræðukeppni milli Vogaskóla og Seljaskóla sem haldin var í Vogaskóla. Ástæða þess að ég mætti á svæðið var sú að í liði Vogó var sonur minn Krissi. Hann stóð sig auðvitað alveg frábærlega eins og reyndar krakkarnir allir. Seljaskóli sigraði naumlega eftir æsispennandi keppni. Það voru stoltir foreldrar sem gengu út og héldu heim á leið í roki og grenjandi rigningu. Það var engu líkt að fylgjast með unglingum beggja skóla, örugg í fasi, kurteis hvort við annað en keppnisandinn til staðar og hart barist. Að lokinni keppni tókust allir í hendur og þökkuðu fyrir drengilega keppni. Sannarlega unglingunum, skólunum og þeim fullorðnu einstaklingum sem að liðunum stóðu til mikils sóma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.