Stjórnarmyndun í burðarliðnum.

  Þá fer nú að færast spenna í umræðuna um myndun nýrrar stjórnar, og auðvitað sýnist sitt hverjum.  Mér sýnist að taugar samfylkingarmanna og V-grænna séu þandar til hins ýtrasta því þeir eru að gera sér grein fyrir því að líkur til þess að eyðimerkurgöngutúr þeirra í stjórnarandstöðu verði framlengdur um eitt tímabil enn.  Ögmundur leggst flatur í hverju viðtalinu á fætur öðru og fylkingin hennar Sollu sendir hvern candidatinn á fætur öðrum í viðtal með hugmyndir og tillögur um myndun stjórnar þar sem þeir vilja endilega vera með.  Geir heldur ró sinni og metur stöðuna á meðan innri átök virðast í hámarki hjá bændaflokknum gamla.  Ég viðurkenni fúslega að vera orðinn nokkuð spenntur varðandi stjórnarmyndunina.  Tíminn vinnur með Sjálfstæðisflokknum og þröskuldur vinstri flokkanna varðandi kröfur lækkar stöðugt með hverjum deginum sem líður. Hvernig líst mönnum á að byrja innleiðingu Frjálslyndra í flokkinn að nýju með því að taka þá með í nýja stjórn.  Kröfur þeirra geta ekki verið meiri en svo að Geir ætti að finna viðunandi lausn á því.  Addi Kidda Gau hefur haldið haus bæði í kosningabaráttunni og nú eftir kosningar, öfugt við framámenn Samfylkingar og Vinstri grænna.  Sjáum hvað setur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, Hannó.

Ég var að flækjast á netinu og fann þessa síðu. Datt í hug að þú værir kannski hann Hannó sem ég þekkti í Eyjum fyrir frekar mörgum árum. Getur það passað??

Ákvað allavega að skilja eftir mig kveðju ef þetta værir þú :-)

Kv. Sibba

Sibba (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband