Færsluflokkur: Bloggar
22.11.2007 | 06:52
Ísland Danmörk Parken
Jæja, þá er fyrsti landsleikurinn undir stjórn Óla Jó að baki. Ekkert 14-2 dæmi en engu að síður ansi ömurleg frammistaða. Liðið heldur áfram að fá á sig fullt af mörkum, átti ekki að bæta vörnina að minnsta kosti ? Ég ætla að ítreka þá skoðun mína að þessi ráðning hafi verið fljótfærnisleg og finnst mér val liðsins, uppstilling þess og frammistaða í gær sýna það að þjálfarateymið nýráðna gat ekki nýtt tímann til þess að breyta hugarfari liðsins. Tíminn var vissulega stuttur en hugarfarið var svipað og verið hefur, sjálfstraustið í liðinu ekkert og liðið allt eins og sprungin blaðra eftir að hafa fengið á sig fyrsta markið. Stjórnin af bekknum virtist lítil og reyndar fannst mér sjálfstraust vanta þar líka. Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra að nota formann KSÍ, daginn fyrir leik, til þess að koma í fram í fjölmiðlum og kvarta undan umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Óttast formaðurinn umfjöllunina eftir leikinn í gærkvöldi? Fjölmiðlar eru og eiga að vera aðhald og formaður KSÍ hefur ekkert með það að gera að vera að væla!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar