Mótmæli, lygar og trukkabílstjórinn

Var að hlusta á Bylgjuna síðdegis, vinsælasta útvarpsþáttinn skv. skoðanakönnunum eins og ég geri jafnan á þessum tíma dags, mér yfirleitt til mikillar skemmtunar og oft fróðleiks.  Í upphafi þáttar var kynnt skoðanakönnun/viðhorfskönnun sem gekk út á hvort fólki hefði hugnast mótmæli trukkarana og framkoma þeirra yfirleitt upp á síðkastið.  Skemmst er frá að seigja að tæp 70% þeirra sem þátt tóku voru á móti eða studdu ekki trukkarana í aðgerðum sínum.  Athyglisvert finnst mér en ekki óvænt.  Sturla nokkur Jónsson talsmaður´trukkabílstjóranna hefur verið býsna duglegur við að hnýta aftan við nánast öll viðtöl sem við hann hafa birst hefur hann sagt orðrétt "enda stendur þjóðin með okkur".  Hafi svo verið sem ég efast um þá er sá timi liðinn og reyndar held ég að Sturla sjálfur hafi misst allan trúverðugleik er hann varð uppvís að því að ljúga upp í opið geðið á fréttamanni og þar með þjóðinni er hann neitaði því að kannast nokkuð við mann þann er réðist á lögregluþjón við kirkjusand í gær.  Ágúst Fylkisson árásarmaðurinn sjálfur hefur nú beðist afsökunar á framferði sínu, þó með þeim fyrirvara að aðdragandi málsins hafi verið annar en komið hafi fram í fjölmiðlum og segist ætla að senda frá sér yfirlýsingu á morgun!!  Ég held að tími mótmæla trukkarana sé liðinn og í það minnsta ætti Sturla talsmaður að hafa vit á að seigja af sér því embætti sem fjölmiðlar hafa kallað talsmann.  Maður sem lýgur til þess að fegra hlutina eða réttara sagt afneita sínum eigin manni frammi fyrir alþjóð ætti að skammast sín og hlýtur það að vera lágmarkskrafa sem almenningur á rétt a er að að Sturla Jónsson biðjist opinberlega afsökunar en fari ekki í felur eða reyni að ljúga sig út úr þessu athæfi sínu.  Nú þegar almenningur stendur ekki við bakið á bílstjórunum sem ég efast reyndar um að hafi nokkurt tímann verið ættu trukkarabílstjórar að taka upp aðrar og skemmtilegri aðgerðir vilji þeir mótmæla áfram og skora ég nú á þá að birta opinberlega með rökstuðningi hverju verið er að mótmæla því þar er alls ekkert á hreinu og veit eiginlega enginn hverju verið er að mótmæla.  Það viðurkennist að sjálfsögðu að allir hafa rétt á að mótmæla en það er ekki sama hvernig það er gert.  Upp með hugmyndaflugið og mótmælið á jákvæðan hátt ef þið hafið einhverju að mótmæla.

ps.  Málarameistari hafði samband við mig og var að hugleiða hvort málarar ættu að taka sig saman og mótmæla því að málning og öll aðföng til málunar hefðu hækkað svo mikið í verði að til vandræða horfði og svo yrðu þeir að fara eftir vökulögunum þrátt fyrir eindæma tíð til málunar utanhúss.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband