Huglaus landsliðsþjálfari.

Ég verð að viðurkenna að nýji landsliðsþjálfarinn veldur mér miklum vonbrigðum með sínu fyrsta vali á landsliðshóp.  Sami grauturinn í sömu skálinni, aðeins skipt um sleifina sem hræra skal í pottinum.  Sú skoðun Óla að ekki hafi komið til greina að skipta um fyrirliða finnst mér lika furðuleg.  Ég eins og allir sem áhuga hafa á fótbolta vona að liðinu gangi vel á Parken á móti Dönum en ég verð að viðurkenna að ég er ekki bjartsýnn.  Afsakanir um að tíminn sé knappur osfrv. eru ekki teknar gildar þegar um ísl.landsliðið er að ræða, þar er tíminn alltaf knappur.  Langt hlé er framundan hjá liðinu og vona ég að Óli og co taki sig saman í andlitinu og safni kjarki til breytinga og sýni okkur áhugamönnum um ísl. landsliðið að ráðning hans hafi verið rétt í stöðunni.  Að lokum verð ég að ítreka þá skoðun mína að valið veldur mér vonbrigðum og er að mínu mati metnaðarlítið fyrir nýráðinn einvald og þjálfara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Braga

Er ekki allt í lagi að hann fái að stjórna liðinu í einum leik áður en þú mótar þér skoðun og verður fyrir vonbrigðum.

Þessi maður er snillingur og það vita allir sem hafa fylgst með verkum hans.

Ingi Braga, 13.11.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Hannó Jóhannsson
Jóhann Hannó Jóhannsson
Einfættur sjálfstæðismaður sem dáir MAN UTD, Breiðablik,F.Berlin. Hefur unun af ræktun rósa og gaman af hvers kyns ræktun.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband